Lífið

Dóttir mín dó næstum því

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mæðgurnar.
Mæðgurnar. Vísir/Getty
Tónlistarkonana Ke$ha fór í meðferð 3. janúar á Timberline Knolls-meðferðarstofnunni vegna þess að hún þjáist af átröskun. Móðir hennar, Pebe Sebert, fór í meðferð á sama stað og dóttirin vegna áfallaröskunar. Pepe segir að dóttir sín hafi næstum því dáið því hún svelti sig.

„Læknarnir sögðu að það væri kraftaverk að hún hefði ekki dáið á sviði því hún var með mjög lágan blóðþrýsting og lágt magn natríum í líkamanum. Ég hef horft á aðila tala niður til fallegu, sjálfsöruggu, stórkostlegu dóttur minnar vegna útlits hennar og þyngdar. Það varð til þess að hún dó næstum því,“ segir Pebe.

Pebe hefur ásakað pródúsent dóttur sinnar, Dr. Luke, um að kalla hana ísskáp og þrýst á hana að grennast. Dr. Luke hefur vísað þessum ásökunum á bug.

„Þetta mál með Dr. Luke hefur sundrað fjölskyldu okkar og tekið yfir líf okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.