Lífið

Lena Dunham á forsíðu Vogue

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Girls-stjarnan Lena Dunham, 27 ára, prýðir forsíðu febrúarheftis tískutímaritsins Vogue

Heimsþekkti ljósmyndarinn Annie Leibovitz, 64 ára, tók myndirnar af Lenu og er þessi eiturhressa stúlka titluð hin nýja drottning grínsins á forsíðunni.

Sögusagnir fóru á kreik í október að viðræður stæðu yfir í höfuðstöðvum Vogue um að hafa Lenu á forsíðunni eftir að hún var mynduð með Önnu Wintour, 64 ára, ritstjóra blaðsins, á viðburði í Los Angeles í lok október á síðasta ári.

Þá fóru þessar gróusögur á flug þegar Anna mætti í frumsýningarpartí fyrir þriðju seríu af Girls í New York í janúar en serían var frumsýnd á HBO 12. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.