Lífið

Lupo óvelkominn í konungshöllina

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hér er hundurinn Lupo í faðmi fjölskyldunnar á meðan allt lék í lyndi.
Hér er hundurinn Lupo í faðmi fjölskyldunnar á meðan allt lék í lyndi. Getty Images.
Hundurinn Lupo hefur ekki varið miklum tíma í konungshöllinni að undanförnu.

Lupo er hundur Kate Middleton.  Hún fékk hvolpinn í snemmbúna jólagjöf frá foreldrum sínum árið 2011. Lupo er af tegundinni cocker-spaniel.

Lupo hefur ílengst í borgarferð í höfuðstaðnum. Bróðir Kate sást fara í göngutúr með Lupo í nágrenni við vinnu sína í London.

Talið er að hundurinn hafi verið sendur í frí vegna fæðingar George, sonar Williams Bretaprins og Kate. Enginn í konungshöllinni hefur þó staðfest þann orðróm.

Lupo var ekki á gestalista drottningarinnar á jóladag á sveitasetrinu í Sandringham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.