Stelpan Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 15. janúar 2014 06:00 „Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa!
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun