FoodDetective-fæðuóþolspróf – gagnleg og byggð á vísindalegum rannsóknum Inga Kristjánsdóttir skrifar 15. janúar 2014 06:00 FoodDetective-fæðuóþolsprófið mælir svokallað IgG-viðbragð í blóði sem gefur til kynna að viðkomandi þjáist af fæðuóþoli. Undanfarið hafa ýmsir aðilar séð ástæðu til að gagnrýna þessi próf og jafnvel staðhæft að svona IgG-póf séu gagnslaus. Í þessari gagnrýni gætir ákveðins misskilnings og mistúlkunar á þeim staðreyndum sem liggja fyrir. Talverðs ruglings gætir varðandi hvað prófið mælir og hvað ekki. Prófið mælir heildar IgG-viðbragð (IgG1, IgG2, IgG3 og IgG4) en ekki eingöngu IgG4 eins og komið hefur verið inn á í gagnrýni. Vitnað er í samtök evrópskra ónæmis- og ofnæmissérfræðinga og fullyrt að þau staðhæfi að mælingar á IgG séu gagnslausar til að mæla óþol. Samtökin hafa þó aldrei fullyrt þetta. Við höfum undir höndum greinargerð frá þeim þar sem kemur skýrt fram að yfirlýsingin fjalli eingöngu um að mælingar á IgG4-viðbragði séu gagnslitlar til greiningar óþols (1). Þarna er ekki verið að fjalla um heildar IgG. Því eru gagnrýnendur FoodDetective að fara með rangt mál og í raun verið að mistúlka yfirlýsinguna. Segja má að verið sé að hengja bakara fyrir smið!Mælir óþol en ekki ofnæmi Einnig skal taka skal fram að FoodDetective mælir ekki fæðuofnæmi (IgE-viðbragð) heldur óþol (IgG-viðbragð). IgE-viðbragð (ofnæmi) fæst mælt hjá lækni en IgG-mælingar eru enn ekki í boði innan heilbrigðiskerfisins. Því getur FoodDetective óþolsprófið verið kærkomið hjálpartæki fyrir þá sem finna að ákveðnar fæðutegundir gera þeim ekki gott án þess þó að mælast með ofnæmi fyrir þeim. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig prófið getur verið gagnslaust og vitnum við í rannsóknir á IgG-mælingum og tengslum við fjölmarga sjúkdóma og einkenni (2,3,4,5,6,7). Einnig er vert að taka fram að það er engin vísindaleg rannsókn til sem sannar að IgG-próf hafi enga þýðingu við greiningu á óþoli.Góður árangur Gagnrýnendur prófanna hafa hins vegar kosið að taka ekki tillit til þessara rannsókna. Enn fremur hafa þeir ekki tekið tillit til vitnisburðar og upplifunar þeirra fjölmörgu sem nýtt hafa sér FoodDetective-prófin og öðlast betri heilsu og líðan í kjölfar breytinga á mataræði í samræmi við niðurstöður. Fjölmargir Íslendingar hafa nú þegar notað prófin með góðum árangri en það er því miður mjög algengt að lítið sé gert úr upplifun og reynslu fólks af meðferðarúrræðum. Reynsluvísindi eru oft afskrifuð sem móðursýki og villutrú, en hvar værum við án þeirra? Fjölmargar læknisfræðilegar og vísindalegar rannsóknir byggja í grunninn á reynsluvísindum. Á okkar dögum eru jafnvel framkvæmdar flóknar læknisfræðilegar aðgerðir á fólki sem enginn veit í raun hvers vegna virka. Þær virka bara og eru þess vegna viðurkenndar.Selt í yfir 60 löndum Mannslíkaminn er stórkostleg vél og nauðsynlegt er að taka mið af því að margt getur haft áhrif á líkamsstarfsemi. Ýmislegt getur farið úrskeiðis og nú á tímum fer tíðni hinna svokölluðu lífsstílssjúkdóma vaxandi. Það er ótal margt sem einstaklingurinn sjálfur getur gert til að bæta heilsu sína og eitt af því er að neyta þeirrar fæðu sem hentar hverjum og einum. Fæðuóþol er sívaxandi vandamál og því er FoodDetective-óþolsprófið kærkomin hjálp fyrir fjölmarga. Það felst engin áhætta í því að breyta mataræðinu sínu til batnaðar, en auðvitað er vert að fá ráðgjöf og hjálp til að nýja mataræðið fullnægi örugglega þörf líkamans fyrir næringu. Þess má geta að FoodDetective-óþolsprófinu fylgir ýtarlegur bæklingur um hvernig má gera þessar breytingar. Einnig eru fjölmargir hæfir aðilar sem taka að sér að gefa fólki ráð um mataræði og um að gera að leita til þeirra. FoodDetective-prófin eru hönnuð og framleidd í Cambridge. Þau eru með CE-merkingu og flokkuð í Bretlandi sem Medical Device. Prófið er nú þegar selt í yfir 60 löndum og hafa nú selst yfir fjórar milljónir prófa.Heimildir:1. Allergy 2008 DOI: 10.1111/j.1398-9995.2008.01705.xTesting for IgG4 against foods is not recommended as a diagnostictool: EAACI Task Force Report2. 2004 Oct;53(10):1459-64.Food elimination based on IgG antibodies in irritable bowel syndrome: a randomised controlled trial.Atkinson W, Sheldon TA, Shaath N, Whorwell PJ3. 2004 October; 53(10): 1391–1393.doi: 10.1136/gut.2004.044990Food allergy in irritable bowel syndrome: new facts and old fallaciesE Isolauri, S Rautava, and M Kalliomäki4. World J Gastroenterol. 2009 October 21; 15(39): 4915–4918.Published online 2009 October 21. doi: 10.3748/wjg.15.4915Milk protein IgG and IgA: The association with milk-induced gastrointestinal symptoms in adultsSari Anthoni, Erkki Savilahti, Hilpi Rautelin, and Kaija-Leena Kolho5. Rev Alerg Mex. 2007 Sep-Oct;54(5):162-8.Food allergy mediated by IgG antibodies associated with migraine in adults.Arroyave Hernández CM, Echavarría Pinto M, Hernández Montiel HL6. 2010 Jul;30(7):829-37. doi: 10.1177/0333102410361404. Epub 2010 Mar 10.Diet restriction in migraine, based on IgG against foods: a clinical double-blind, randomised, cross-over trial.Alpay K, Ertas M, Orhan EK, Ustay DK, Lieners C, Baykan B7. Dietary advice based on food-specific IgG resultsGeoffrey Hardman, Gillian HartNutrition & Food Science 02/2007; 37(1):16-23. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
FoodDetective-fæðuóþolsprófið mælir svokallað IgG-viðbragð í blóði sem gefur til kynna að viðkomandi þjáist af fæðuóþoli. Undanfarið hafa ýmsir aðilar séð ástæðu til að gagnrýna þessi próf og jafnvel staðhæft að svona IgG-póf séu gagnslaus. Í þessari gagnrýni gætir ákveðins misskilnings og mistúlkunar á þeim staðreyndum sem liggja fyrir. Talverðs ruglings gætir varðandi hvað prófið mælir og hvað ekki. Prófið mælir heildar IgG-viðbragð (IgG1, IgG2, IgG3 og IgG4) en ekki eingöngu IgG4 eins og komið hefur verið inn á í gagnrýni. Vitnað er í samtök evrópskra ónæmis- og ofnæmissérfræðinga og fullyrt að þau staðhæfi að mælingar á IgG séu gagnslausar til að mæla óþol. Samtökin hafa þó aldrei fullyrt þetta. Við höfum undir höndum greinargerð frá þeim þar sem kemur skýrt fram að yfirlýsingin fjalli eingöngu um að mælingar á IgG4-viðbragði séu gagnslitlar til greiningar óþols (1). Þarna er ekki verið að fjalla um heildar IgG. Því eru gagnrýnendur FoodDetective að fara með rangt mál og í raun verið að mistúlka yfirlýsinguna. Segja má að verið sé að hengja bakara fyrir smið!Mælir óþol en ekki ofnæmi Einnig skal taka skal fram að FoodDetective mælir ekki fæðuofnæmi (IgE-viðbragð) heldur óþol (IgG-viðbragð). IgE-viðbragð (ofnæmi) fæst mælt hjá lækni en IgG-mælingar eru enn ekki í boði innan heilbrigðiskerfisins. Því getur FoodDetective óþolsprófið verið kærkomið hjálpartæki fyrir þá sem finna að ákveðnar fæðutegundir gera þeim ekki gott án þess þó að mælast með ofnæmi fyrir þeim. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig prófið getur verið gagnslaust og vitnum við í rannsóknir á IgG-mælingum og tengslum við fjölmarga sjúkdóma og einkenni (2,3,4,5,6,7). Einnig er vert að taka fram að það er engin vísindaleg rannsókn til sem sannar að IgG-próf hafi enga þýðingu við greiningu á óþoli.Góður árangur Gagnrýnendur prófanna hafa hins vegar kosið að taka ekki tillit til þessara rannsókna. Enn fremur hafa þeir ekki tekið tillit til vitnisburðar og upplifunar þeirra fjölmörgu sem nýtt hafa sér FoodDetective-prófin og öðlast betri heilsu og líðan í kjölfar breytinga á mataræði í samræmi við niðurstöður. Fjölmargir Íslendingar hafa nú þegar notað prófin með góðum árangri en það er því miður mjög algengt að lítið sé gert úr upplifun og reynslu fólks af meðferðarúrræðum. Reynsluvísindi eru oft afskrifuð sem móðursýki og villutrú, en hvar værum við án þeirra? Fjölmargar læknisfræðilegar og vísindalegar rannsóknir byggja í grunninn á reynsluvísindum. Á okkar dögum eru jafnvel framkvæmdar flóknar læknisfræðilegar aðgerðir á fólki sem enginn veit í raun hvers vegna virka. Þær virka bara og eru þess vegna viðurkenndar.Selt í yfir 60 löndum Mannslíkaminn er stórkostleg vél og nauðsynlegt er að taka mið af því að margt getur haft áhrif á líkamsstarfsemi. Ýmislegt getur farið úrskeiðis og nú á tímum fer tíðni hinna svokölluðu lífsstílssjúkdóma vaxandi. Það er ótal margt sem einstaklingurinn sjálfur getur gert til að bæta heilsu sína og eitt af því er að neyta þeirrar fæðu sem hentar hverjum og einum. Fæðuóþol er sívaxandi vandamál og því er FoodDetective-óþolsprófið kærkomin hjálp fyrir fjölmarga. Það felst engin áhætta í því að breyta mataræðinu sínu til batnaðar, en auðvitað er vert að fá ráðgjöf og hjálp til að nýja mataræðið fullnægi örugglega þörf líkamans fyrir næringu. Þess má geta að FoodDetective-óþolsprófinu fylgir ýtarlegur bæklingur um hvernig má gera þessar breytingar. Einnig eru fjölmargir hæfir aðilar sem taka að sér að gefa fólki ráð um mataræði og um að gera að leita til þeirra. FoodDetective-prófin eru hönnuð og framleidd í Cambridge. Þau eru með CE-merkingu og flokkuð í Bretlandi sem Medical Device. Prófið er nú þegar selt í yfir 60 löndum og hafa nú selst yfir fjórar milljónir prófa.Heimildir:1. Allergy 2008 DOI: 10.1111/j.1398-9995.2008.01705.xTesting for IgG4 against foods is not recommended as a diagnostictool: EAACI Task Force Report2. 2004 Oct;53(10):1459-64.Food elimination based on IgG antibodies in irritable bowel syndrome: a randomised controlled trial.Atkinson W, Sheldon TA, Shaath N, Whorwell PJ3. 2004 October; 53(10): 1391–1393.doi: 10.1136/gut.2004.044990Food allergy in irritable bowel syndrome: new facts and old fallaciesE Isolauri, S Rautava, and M Kalliomäki4. World J Gastroenterol. 2009 October 21; 15(39): 4915–4918.Published online 2009 October 21. doi: 10.3748/wjg.15.4915Milk protein IgG and IgA: The association with milk-induced gastrointestinal symptoms in adultsSari Anthoni, Erkki Savilahti, Hilpi Rautelin, and Kaija-Leena Kolho5. Rev Alerg Mex. 2007 Sep-Oct;54(5):162-8.Food allergy mediated by IgG antibodies associated with migraine in adults.Arroyave Hernández CM, Echavarría Pinto M, Hernández Montiel HL6. 2010 Jul;30(7):829-37. doi: 10.1177/0333102410361404. Epub 2010 Mar 10.Diet restriction in migraine, based on IgG against foods: a clinical double-blind, randomised, cross-over trial.Alpay K, Ertas M, Orhan EK, Ustay DK, Lieners C, Baykan B7. Dietary advice based on food-specific IgG resultsGeoffrey Hardman, Gillian HartNutrition & Food Science 02/2007; 37(1):16-23.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun