Viljum við nýta okkur beint lýðræði við úthlutun styrkja í sveitarfélögunum? María Grétarsdóttir skrifar 25. mars 2014 14:21 Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun