Ferjan á góðri siglingu Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 25. mars 2014 14:00 Ferjan: "Leikararnir voru í svo skýrum tengslum við hlutverkin að áhorfendur hlógu að minnstu svipbrigðum.“ Leiklist: Ferjan Kristín Marja Baldursdóttir Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Magnússon Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Ferjan er nýtt íslenskt leikrit eftir rithöfundinn Kristínu Marju Baldursdóttur. Kristín Marja er þjóðþekkt fyrir bókmenntaverk sín og hefur einnig hlotið viðurkenningu fyrir þau víða erlendis. Áður hefur verið sett upp leikverk eftir bók hennar Mávahlátri en Ferjan er þó fyrsta leikritið sem Kristín Marja skrifar. Það má með sanni segja að ríkt hafi eftirvænting fyrir verkinu. Eins og nafnið gefur til kynna gerist verkið um borð í ferju. Nokkrir farþegar eru á leið heim til Íslands en eldgos veldur því að ekki er kostur á flugsamgöngum. Þessi framsetning tókst vel og skapaði afmarkaðan heim þar sem barátta á milli kynjanna var rannsökuð. Hvar annars staðar neyðist fólk til að takast á við vandamálin en úti á miðju ballarhafi þar sem þau verða ekki umflúin? Þetta er svo líka hægt að heimfæra upp á litlu eyjuna okkar Ísland og okkar litla samfélag á hjara veraldar. Leiktextinn skiptir afar miklu máli og er verkið fagurlega skrifað. Sjálf hefði ég getað notið verksins sem leiklesturs og tel að það gæti einnig verið prýðilegasta útvarpsleikrit. Umgjörð verksins átti sinn þátt í að styðja við textann og lífga hann við. Fyrst ber þá að nefna leikmyndina sem var glæsileg fyrir augað og virkaði m.a. til þess að sýna fram á hvar persónurnar voru staðsettar andlega eftir því hvar þær voru í rýminu. Búningar drógu fram karaktera og rímuðu við leikmyndina sem hafði á sér fortíðarbrag. Persónusköpunin var góð. Hver persóna hafði skýran ásetning sem myndaði góða spennu á sviðinu og það lá mikill húmor undir. Leikararnir voru í svo skýrum tengslum við hlutverkin að áhorfendur hlógu að minnstu svipbrigðum. Túlkun leikaranna skilaði sér í góðri leikhúsupplifun. Verkið er tilraun til þess að vekja áhorfendur til umhugsunar um jafnrétti og gerir það ágætlega. Barátta um vald kemur fram og það má líka skoða pólitík í birtingarformi verksins. Klassísk ádeila á hinn karllæga heim birtir það „náttúrulögmál“ að konan sé föst í viðjum undirgefninnar. Nokkrar ólíkar birtingarmyndir hins kvenlæga koma fram í gegnum fimm ólíka kvenkaraktera sem og þrjá karla sem styðja við hlutverk kvennanna. Staðalmyndir voru ekki of klisjukenndar því að hægt og rólega voru persónurnar afhjúpaðar lag fyrir lag eins og þegar laukur er flysjaður. Þannig var framvinda verksins ferli sjálfsuppgötvunar persónanna um borð og áhorfendur komust nær kjarnanum í hverri persónu. Vera má að sumum áhorfendum geti fundist of mikið gripið í klisjur en textinn er í heildina það góður að mínu mati að ekki kemur að sök. Verkið sýnir í sjálfu sér mikið tilfinningaeldgos. Tilfinningar tengdar menningu samfélagsins brjótast upp á yfirborðið og það er engin kona sem vill láta kúga sig um borð í Ferjunni. Um borð á sér stað lifandi saga og dramatík þar sem fortíðardraugar láta á sér kræla. Boðskapur verksins er margþættur en að lokum er vel við hæfi að vitna í orð fyrsta kvenutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Madeleine Albright: „Þær konur sem ekki standa með öðrum konum eiga frátekið herbergi í helvíti.“Niðurstaða: Góð frumraun höfundar sem leikskálds. Fagmannlega unnin og vel leikin sýning. Skemmtileg leikhúsupplifun. Gagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist: Ferjan Kristín Marja Baldursdóttir Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Magnússon Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Ferjan er nýtt íslenskt leikrit eftir rithöfundinn Kristínu Marju Baldursdóttur. Kristín Marja er þjóðþekkt fyrir bókmenntaverk sín og hefur einnig hlotið viðurkenningu fyrir þau víða erlendis. Áður hefur verið sett upp leikverk eftir bók hennar Mávahlátri en Ferjan er þó fyrsta leikritið sem Kristín Marja skrifar. Það má með sanni segja að ríkt hafi eftirvænting fyrir verkinu. Eins og nafnið gefur til kynna gerist verkið um borð í ferju. Nokkrir farþegar eru á leið heim til Íslands en eldgos veldur því að ekki er kostur á flugsamgöngum. Þessi framsetning tókst vel og skapaði afmarkaðan heim þar sem barátta á milli kynjanna var rannsökuð. Hvar annars staðar neyðist fólk til að takast á við vandamálin en úti á miðju ballarhafi þar sem þau verða ekki umflúin? Þetta er svo líka hægt að heimfæra upp á litlu eyjuna okkar Ísland og okkar litla samfélag á hjara veraldar. Leiktextinn skiptir afar miklu máli og er verkið fagurlega skrifað. Sjálf hefði ég getað notið verksins sem leiklesturs og tel að það gæti einnig verið prýðilegasta útvarpsleikrit. Umgjörð verksins átti sinn þátt í að styðja við textann og lífga hann við. Fyrst ber þá að nefna leikmyndina sem var glæsileg fyrir augað og virkaði m.a. til þess að sýna fram á hvar persónurnar voru staðsettar andlega eftir því hvar þær voru í rýminu. Búningar drógu fram karaktera og rímuðu við leikmyndina sem hafði á sér fortíðarbrag. Persónusköpunin var góð. Hver persóna hafði skýran ásetning sem myndaði góða spennu á sviðinu og það lá mikill húmor undir. Leikararnir voru í svo skýrum tengslum við hlutverkin að áhorfendur hlógu að minnstu svipbrigðum. Túlkun leikaranna skilaði sér í góðri leikhúsupplifun. Verkið er tilraun til þess að vekja áhorfendur til umhugsunar um jafnrétti og gerir það ágætlega. Barátta um vald kemur fram og það má líka skoða pólitík í birtingarformi verksins. Klassísk ádeila á hinn karllæga heim birtir það „náttúrulögmál“ að konan sé föst í viðjum undirgefninnar. Nokkrar ólíkar birtingarmyndir hins kvenlæga koma fram í gegnum fimm ólíka kvenkaraktera sem og þrjá karla sem styðja við hlutverk kvennanna. Staðalmyndir voru ekki of klisjukenndar því að hægt og rólega voru persónurnar afhjúpaðar lag fyrir lag eins og þegar laukur er flysjaður. Þannig var framvinda verksins ferli sjálfsuppgötvunar persónanna um borð og áhorfendur komust nær kjarnanum í hverri persónu. Vera má að sumum áhorfendum geti fundist of mikið gripið í klisjur en textinn er í heildina það góður að mínu mati að ekki kemur að sök. Verkið sýnir í sjálfu sér mikið tilfinningaeldgos. Tilfinningar tengdar menningu samfélagsins brjótast upp á yfirborðið og það er engin kona sem vill láta kúga sig um borð í Ferjunni. Um borð á sér stað lifandi saga og dramatík þar sem fortíðardraugar láta á sér kræla. Boðskapur verksins er margþættur en að lokum er vel við hæfi að vitna í orð fyrsta kvenutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Madeleine Albright: „Þær konur sem ekki standa með öðrum konum eiga frátekið herbergi í helvíti.“Niðurstaða: Góð frumraun höfundar sem leikskálds. Fagmannlega unnin og vel leikin sýning. Skemmtileg leikhúsupplifun.
Gagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira