Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Hjörtur Hjartarson skrifar 30. október 2014 19:30 Guðmundur Franklín Jónsson „Valdstjórnin stundaði njósnir um almenna borgara og á ekki að komast upp með það“, segir Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur kært lögregluna fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hans með skráningu og birtingu á persónuupplýsingum í mótmælaskýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Skýrslan sem Geir Jón skrifaði og send var fjölmiðlum í síðustu viku er að finna nöfn og persónuupplýsingar um fjölda fólks sem lögreglan virðist hafa fylgst sérstaklega með þegar mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins stóðu sem hæst, þar á meðal Guðmundar. Hann er nafngreindur á síðu 192 og þar segir:Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.Guðmundur segir að ekki skipti máli hvað sé um hann skrifað, heldur sú staðreynd að verið var að fylgjast með honum. „Þarna brjóta þeir grundvallarmannréttindi að vera fylgjast með fólki og svo að auki setja þetta á netið og senda fjölmiðlum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn klúðra hlutunum,“ segir Guðmundur Franklín.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaðurLögmaður Guðmundar tekur undir þessi orð og gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglunnar. „Lögreglan hefur núna um árabil reynt að fá lagaheimild fyrir forvirkum rannsóknaraðgerðum, það hefur ekki tekist. Alþingi hefur sem betur fer staðið í lappirnar en hafa þeir sjálfir sýnt og sannað með þessari skýrslu að þeir eru að brúka slíkar aðgerðir. Og það er auðvitað með öllu löglaust, ólögmætt og bótaskylt að mínu mati,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Kæran var send ríkissaksóknara í dag og er hún á hendur Geir Jóni og öðrum ótilgreindum embættismönnum sem komu að gerð og birtingu skýrslunnar. „Það er morgunljóst að það er verið að stunda njósnir á einstaklingum í þjóðfélaginu og valdstjórnin á þessum tíma hafði auðsjáanlega miklar áhyggjur af mér og öðrum og þessir menn skulu bara fá að svara fyrir það,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur segir að fleiri einstaklingar hafi sett sig í samband við hann með það í huga að leggja fram kæru á hendur lögreglunni. „Já, það hafa nokkrir einstaklingar sem eru nafngreindir í þessari skýrslu haft samband. Hvert og eitt atvik verða skoðuð og eftir atvikum lögð fram kæra,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Valdstjórnin stundaði njósnir um almenna borgara og á ekki að komast upp með það“, segir Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur kært lögregluna fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hans með skráningu og birtingu á persónuupplýsingum í mótmælaskýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Skýrslan sem Geir Jón skrifaði og send var fjölmiðlum í síðustu viku er að finna nöfn og persónuupplýsingar um fjölda fólks sem lögreglan virðist hafa fylgst sérstaklega með þegar mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins stóðu sem hæst, þar á meðal Guðmundar. Hann er nafngreindur á síðu 192 og þar segir:Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.Guðmundur segir að ekki skipti máli hvað sé um hann skrifað, heldur sú staðreynd að verið var að fylgjast með honum. „Þarna brjóta þeir grundvallarmannréttindi að vera fylgjast með fólki og svo að auki setja þetta á netið og senda fjölmiðlum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn klúðra hlutunum,“ segir Guðmundur Franklín.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaðurLögmaður Guðmundar tekur undir þessi orð og gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglunnar. „Lögreglan hefur núna um árabil reynt að fá lagaheimild fyrir forvirkum rannsóknaraðgerðum, það hefur ekki tekist. Alþingi hefur sem betur fer staðið í lappirnar en hafa þeir sjálfir sýnt og sannað með þessari skýrslu að þeir eru að brúka slíkar aðgerðir. Og það er auðvitað með öllu löglaust, ólögmætt og bótaskylt að mínu mati,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Kæran var send ríkissaksóknara í dag og er hún á hendur Geir Jóni og öðrum ótilgreindum embættismönnum sem komu að gerð og birtingu skýrslunnar. „Það er morgunljóst að það er verið að stunda njósnir á einstaklingum í þjóðfélaginu og valdstjórnin á þessum tíma hafði auðsjáanlega miklar áhyggjur af mér og öðrum og þessir menn skulu bara fá að svara fyrir það,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur segir að fleiri einstaklingar hafi sett sig í samband við hann með það í huga að leggja fram kæru á hendur lögreglunni. „Já, það hafa nokkrir einstaklingar sem eru nafngreindir í þessari skýrslu haft samband. Hvert og eitt atvik verða skoðuð og eftir atvikum lögð fram kæra,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira