Systur segja staðalímyndum stríð á hendur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2014 21:10 mynd/Muna nurdbo Íslensku systurnar Dóra og Björg Þórhallsdætur sem búsettar eru í Noregi hafa sagt dömulegum gildum og staðalímyndum stríð á hendur. Norska tímaritið Kamilla fékk þær systur ásamt fleiri þekktum konum í Noregi til þess að stilla sér upp í nærfötum eða jafnvel í fæðingargallanum einum fata til þess að vekja athygli á þeim raunveruleika sem blasir við ungum konum í dag – þ.e myndir af leggjalöngum glæsikvendum sem búið er að eiga við í myndvinnsluforritum. „Hinir fullkomnu líkamar“ eins og það oft kallast.Vill alvöru líkama í auglýsingar Dóra lagði því upp í herferð sem vakið hefur mikla athygli í Noregi. Skorar hún á alla – Norðmenn og Íslendinga – að versla hvorki snyrtivörur né fatnað næsta laugardag. „Síðasta föstudag stofnaði ég síðu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Hún heitir Ektekropp, eða alvöru líkami, og núna strax eru 14 þúsund „læk“. Ég vil sjá auglýsingar af alvöru líkömum og ég myndi lesa auglýsingar ef undir stæði „þessi líkami er til,“ segir Dóra í samtali við Vísi.Hafa áhyggjur af dætrum sínum „Það hafa ofboðslega margar mæður skrifað til mín sem hafa áhyggjur af dætrum sínum og hvernig þjóðfélagi þær eru að alast upp í. Allar þessar barbídúkkur og staðalímyndir. Það lítur enginn svona út. Stelpur eru að skammast sín fyrir líkama sinn og hver einasta stelpa sem ég þekki er óánægð með líkama sinn. Þess vegna í stað þess að tala um þetta þá eigum við að gera eitthvað.“ Ekkert mál að fækka fötum Hún þurfti því ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún var beðin um að afklæðast. Systir hennar var þó á öðru máli. „Systir mín hugsaði: „Ég verð að gera þetta fyrir ungar stelpur“. En mér finnst þetta ekkert merkilegt. Það er ekkert að líkamanum mínum. Hann er venjulegur og svona lítur líkami út. Ég er 41 árs, búin að eiga tvö börn.“En hvaðan kom hugmyndin? „Það er saga bakvið það. Ég hugsaði í fyrra: Ég á fyrirtæki, fjölskylduráðgjöf, á tvö börn og heimili – fráskilin og fertug. Áður en ég stofnaði fyrirtækið mitt fyrir tíu árum var ég grínisti og ég ákvað að fara aftur í það. Ég skrifaði því upp „show“ og nýtti gömul sambönd. Núna er ég búin að halda 53 sýningar á 15 stöðum í Noregi og það hefur selst upp á þær allar. Ég er því nokkuð þekkt í Noregi og systir mín líka, sem listakona, og þá finnst mér um að gera að nýta líkamann og það sem við höfum til þess að bæta samfélagið,“ segir Dóra en hún vinnur sem fjölskylduráðgjafi á daginn og grínisti á kvöldin.Vinsælar í Noregi Þær systur hafa vakið ótrúleg viðbrögð í Noregi og hafa flestir fjölmiðlar landsins haft samband við þær. Það er það sem Dóru finnst hvað mest sláandi, að nú, árið 2014, sé fólk enn að eltast við þessa fullkomnu líkama sem ekki eru til. „Það er nú bara ótrúlegt hvað við erum komin stutt. Það er árið 2014 og þessar myndir eru orðnar eins konar „media senstation“. Við virðumst alltaf vera að miða okkur við þennan fullkomna líkama. Hins vegar, ef ég á að miða Ísland við Noreg, þá er það þannig að stúlkur sjá „venjulega“ líkama í sundi, því það er bara þannig á Íslandi að það fara allir í sund. Það er hins vegar ekki svoleiðis í Noregi og þess vegna fá stúlkur sjaldnar tækifæri til þess að sjá þessa hefðbundnu, venjulegu líkama,“ segir Dóra að lokum. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira
Íslensku systurnar Dóra og Björg Þórhallsdætur sem búsettar eru í Noregi hafa sagt dömulegum gildum og staðalímyndum stríð á hendur. Norska tímaritið Kamilla fékk þær systur ásamt fleiri þekktum konum í Noregi til þess að stilla sér upp í nærfötum eða jafnvel í fæðingargallanum einum fata til þess að vekja athygli á þeim raunveruleika sem blasir við ungum konum í dag – þ.e myndir af leggjalöngum glæsikvendum sem búið er að eiga við í myndvinnsluforritum. „Hinir fullkomnu líkamar“ eins og það oft kallast.Vill alvöru líkama í auglýsingar Dóra lagði því upp í herferð sem vakið hefur mikla athygli í Noregi. Skorar hún á alla – Norðmenn og Íslendinga – að versla hvorki snyrtivörur né fatnað næsta laugardag. „Síðasta föstudag stofnaði ég síðu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Hún heitir Ektekropp, eða alvöru líkami, og núna strax eru 14 þúsund „læk“. Ég vil sjá auglýsingar af alvöru líkömum og ég myndi lesa auglýsingar ef undir stæði „þessi líkami er til,“ segir Dóra í samtali við Vísi.Hafa áhyggjur af dætrum sínum „Það hafa ofboðslega margar mæður skrifað til mín sem hafa áhyggjur af dætrum sínum og hvernig þjóðfélagi þær eru að alast upp í. Allar þessar barbídúkkur og staðalímyndir. Það lítur enginn svona út. Stelpur eru að skammast sín fyrir líkama sinn og hver einasta stelpa sem ég þekki er óánægð með líkama sinn. Þess vegna í stað þess að tala um þetta þá eigum við að gera eitthvað.“ Ekkert mál að fækka fötum Hún þurfti því ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún var beðin um að afklæðast. Systir hennar var þó á öðru máli. „Systir mín hugsaði: „Ég verð að gera þetta fyrir ungar stelpur“. En mér finnst þetta ekkert merkilegt. Það er ekkert að líkamanum mínum. Hann er venjulegur og svona lítur líkami út. Ég er 41 árs, búin að eiga tvö börn.“En hvaðan kom hugmyndin? „Það er saga bakvið það. Ég hugsaði í fyrra: Ég á fyrirtæki, fjölskylduráðgjöf, á tvö börn og heimili – fráskilin og fertug. Áður en ég stofnaði fyrirtækið mitt fyrir tíu árum var ég grínisti og ég ákvað að fara aftur í það. Ég skrifaði því upp „show“ og nýtti gömul sambönd. Núna er ég búin að halda 53 sýningar á 15 stöðum í Noregi og það hefur selst upp á þær allar. Ég er því nokkuð þekkt í Noregi og systir mín líka, sem listakona, og þá finnst mér um að gera að nýta líkamann og það sem við höfum til þess að bæta samfélagið,“ segir Dóra en hún vinnur sem fjölskylduráðgjafi á daginn og grínisti á kvöldin.Vinsælar í Noregi Þær systur hafa vakið ótrúleg viðbrögð í Noregi og hafa flestir fjölmiðlar landsins haft samband við þær. Það er það sem Dóru finnst hvað mest sláandi, að nú, árið 2014, sé fólk enn að eltast við þessa fullkomnu líkama sem ekki eru til. „Það er nú bara ótrúlegt hvað við erum komin stutt. Það er árið 2014 og þessar myndir eru orðnar eins konar „media senstation“. Við virðumst alltaf vera að miða okkur við þennan fullkomna líkama. Hins vegar, ef ég á að miða Ísland við Noreg, þá er það þannig að stúlkur sjá „venjulega“ líkama í sundi, því það er bara þannig á Íslandi að það fara allir í sund. Það er hins vegar ekki svoleiðis í Noregi og þess vegna fá stúlkur sjaldnar tækifæri til þess að sjá þessa hefðbundnu, venjulegu líkama,“ segir Dóra að lokum.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira