Hulin barátta um helstu kennileiti Reykjavíkur Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2014 15:45 Andspyrnuhreyfingin og hinir upplýstu hafa síðastliðið ár att kappi um yfirráð kennileita á Íslandi. Vísir/Getty Ekkert minna en örlög heimsins eru í húfi í baráttu Andspyrnuhreyfingarinnar við Hina upplýstu um yfirráð kennileita víða um heim. Geimverur nota þessi kennileiti til að dreifa dullarfullri orku um jörðina sem hefur áhrif á menn. Andspyrnuhreyfingin vill stöðva þessa tilraun, en Hinir upplýstu vilja endurmóta mannkynið og bæta það, með hjálp geimveranna. Þetta hljómar ef til vill skringilega fyrir flestum, en þetta er meginþema leiksins Ingress. Leikurinn er spilaður með snjallsímum og verður sífellt vinsælli um allan heim. Hugmyndin að leiknum er að tengja saman tölvuleik og hin raunverulega heim og hann er í raun spilaður af raunverulegum einstaklingum á korti af heiminum öllum, þar með töldu Íslandi. Leikurinn keyrir á forriti sem hægt er að sækja ókeypis í Android og Apple síma og er framleiddur af Niantic Labs, sem er dótturfyrirtæki Google. Þeir sem spila leikinn þurfa í upphafi að velja sér lið til að berjast með. Leikmenn berjast svo um yfirráð yfir punktum og svæðum, sem kölluð eru Portal í leiknum, en lykilatriði í leiknum er að menn spila ekki bara í sýndarheimi. Heldur verða raunverulega að fara á þá staði í „raunheiminum“ þar sem punktarnir eru. Leikurinn hvetur því leikmenn til að hreyfa sig.Hér á Íslandi eru nokkrir tugir leikmanna í hvoru liði, en leikurinn kom fyrst út í desember í fyrra. Vísir ræddi við stigahæsta leikmann Andspyrnuhreyfingarinnar hér á landi sem vill ekki koma fram undir nafni, þar sem leikurinn gengur að miklu leyti út á að leikmenn viti ekki hverjir séu í hinu liðinu. Hann segir íslensku leikmenn vera á öllum aldri. Allt frá því að vera ekki komnir með bílpróf upp í að vera að nálgast eftirlaunaaldur. Flestir þeirra eru þó á höfuðborgarsvæðinu og fleira fólk vantar úti á landi. Þau kennileiti sem barist er um eru ákveðin af starfsmönnum Google eftir ábendingar frá leikmönnum, sem senda upplýsingar um staðina og myndir til fyrirtækisins. Íslendingar og erlendir ferðamenn hafa þá sent inn uppástungur að mörgum stöðum og svæðum á Íslandi. „Það sem er sniðugt við þetta er að punktarnir eru áhugaverðir staðir. Þetta eru söfn og þetta eru listaverk og merkilegar byggingar, staðir með sögu og þess háttar. Þetta er í raun frábær leið, ef maður er í útlöndum, til að vita hvað sé áhugavert að sjá. Maður getur ráfað um á milli punkta og séð sniðuga hluti,“ segir hinn óformlegi leiðtogi Andspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Sjálfur segist hafa gengið einhverja 1.400 kílómetra á árinu, en forritið mælir hve langt leikmenn ganga eftir GPS gögnum. Þá bendir hann á að hlutfallslega spili konur þennan leik meira en aðra. Þá er mögulegt fyrir hundafólk að gera göngutúra skemmtilegri með því að skipuleggja þá eftir Ingress og ná stjórn yfir kennileitum í leiðinni.Í leiknum eru einnig skilgreind sérverkefni eða nokkurs konar leiðangrar sem felast gjarnan í því að fara á milli ákveðinna punkta í ákveðinni röð. Dæmi um það er leiðangur um „Gullna hringinn“, en styttri leiðangrar gætu til dæmis falið í sér ferðir milli safna eða veitingastaða í Reykjavík. Erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands hafa tekið þátt í leiknum og dæmi er um að fólk komi hingað eingöngu til að spila Ingress. Þá hitti leikmaðurinn sem Vísir ræddi við nýverið par frá Slóveníu sem kom hingað til lands vegna leiksins. Þau spila einnig fyrir Andspyrnuhreyfinguna. „Þau voru búin að vera að þvælast hérna um höfuðborgarsvæðið og eru búin að fara upp á Snæfellsnes, austur á Vík í Mýrdal, Gullna hringinn og Reykjanesið. Allt saman út af því að það er hægt að spila ákveðin verkefni sem sendir fólk á ákveðnar slóðir. Eins og að fara Gullna hringinn.“ Erlendir leikmenn geta snúið spilinu við á svipstundu. „Núna í sumar voru Hinir Upllýstu með yfirhöndina og Ísland var bara grænt. Akkúrat núna er Andspyrnuhreyfingin sterkust og landið blátt. Það getur þó breyst á nokkrum dögum. Það þarf nefnilega ekki annað til en að það komi hingað, erlendir málaliðar svokallaðir, hingað til lands. Þeir koma kannski í sérstaka ferð til að leggja landið undir sig.“Meðal kennileita sem barist er um eru styttan af Skúla Magnússyni og Höfði. Þá er hægt að safna stigum við að fara ákveðnar leiðir, eins og Gullna hringinn.Á heimsvísu eru Ingress gífurlega vinsæll og spilaður af hundruðum þúsunda leikmanna. Einhverjir hafa þó velt því fyrir sér hvort Google hafi þannig ekki í raun náð sér í hundruði þúsunda ólaunaðra sjálfboðaliða sem sendi þeim myndir og upplýsingar um áhugaverða staði í heiminum. Í grein sem birtist á vef Guardian í sumar segir frá baráttu Andspyrnuhreyfingarinnar og Upplýstra í London við sérstakan viðburð, svokallað Anomaly. Þá gengur baráttan út á að stjórna sem flestum punktum á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum. Fólk kom að víða frá heiminum til að taka þátt. Þá var meðlimum Andspyrnuhreyfingarinnar verið skipt upp í þrjá hópa. Þeir sem ferðarst á hjólum, þeir sem ferðast um borgina á mótórhjólum og þeir sem flakka um á tveimur jafnfótum. Liðunum er svo stýrt af einum einstaklingi sem situr á kaffihúsi með tölvu og er í stöðugum samskiptum við liðin.Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig leikurinn er spilaður Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Ekkert minna en örlög heimsins eru í húfi í baráttu Andspyrnuhreyfingarinnar við Hina upplýstu um yfirráð kennileita víða um heim. Geimverur nota þessi kennileiti til að dreifa dullarfullri orku um jörðina sem hefur áhrif á menn. Andspyrnuhreyfingin vill stöðva þessa tilraun, en Hinir upplýstu vilja endurmóta mannkynið og bæta það, með hjálp geimveranna. Þetta hljómar ef til vill skringilega fyrir flestum, en þetta er meginþema leiksins Ingress. Leikurinn er spilaður með snjallsímum og verður sífellt vinsælli um allan heim. Hugmyndin að leiknum er að tengja saman tölvuleik og hin raunverulega heim og hann er í raun spilaður af raunverulegum einstaklingum á korti af heiminum öllum, þar með töldu Íslandi. Leikurinn keyrir á forriti sem hægt er að sækja ókeypis í Android og Apple síma og er framleiddur af Niantic Labs, sem er dótturfyrirtæki Google. Þeir sem spila leikinn þurfa í upphafi að velja sér lið til að berjast með. Leikmenn berjast svo um yfirráð yfir punktum og svæðum, sem kölluð eru Portal í leiknum, en lykilatriði í leiknum er að menn spila ekki bara í sýndarheimi. Heldur verða raunverulega að fara á þá staði í „raunheiminum“ þar sem punktarnir eru. Leikurinn hvetur því leikmenn til að hreyfa sig.Hér á Íslandi eru nokkrir tugir leikmanna í hvoru liði, en leikurinn kom fyrst út í desember í fyrra. Vísir ræddi við stigahæsta leikmann Andspyrnuhreyfingarinnar hér á landi sem vill ekki koma fram undir nafni, þar sem leikurinn gengur að miklu leyti út á að leikmenn viti ekki hverjir séu í hinu liðinu. Hann segir íslensku leikmenn vera á öllum aldri. Allt frá því að vera ekki komnir með bílpróf upp í að vera að nálgast eftirlaunaaldur. Flestir þeirra eru þó á höfuðborgarsvæðinu og fleira fólk vantar úti á landi. Þau kennileiti sem barist er um eru ákveðin af starfsmönnum Google eftir ábendingar frá leikmönnum, sem senda upplýsingar um staðina og myndir til fyrirtækisins. Íslendingar og erlendir ferðamenn hafa þá sent inn uppástungur að mörgum stöðum og svæðum á Íslandi. „Það sem er sniðugt við þetta er að punktarnir eru áhugaverðir staðir. Þetta eru söfn og þetta eru listaverk og merkilegar byggingar, staðir með sögu og þess háttar. Þetta er í raun frábær leið, ef maður er í útlöndum, til að vita hvað sé áhugavert að sjá. Maður getur ráfað um á milli punkta og séð sniðuga hluti,“ segir hinn óformlegi leiðtogi Andspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Sjálfur segist hafa gengið einhverja 1.400 kílómetra á árinu, en forritið mælir hve langt leikmenn ganga eftir GPS gögnum. Þá bendir hann á að hlutfallslega spili konur þennan leik meira en aðra. Þá er mögulegt fyrir hundafólk að gera göngutúra skemmtilegri með því að skipuleggja þá eftir Ingress og ná stjórn yfir kennileitum í leiðinni.Í leiknum eru einnig skilgreind sérverkefni eða nokkurs konar leiðangrar sem felast gjarnan í því að fara á milli ákveðinna punkta í ákveðinni röð. Dæmi um það er leiðangur um „Gullna hringinn“, en styttri leiðangrar gætu til dæmis falið í sér ferðir milli safna eða veitingastaða í Reykjavík. Erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands hafa tekið þátt í leiknum og dæmi er um að fólk komi hingað eingöngu til að spila Ingress. Þá hitti leikmaðurinn sem Vísir ræddi við nýverið par frá Slóveníu sem kom hingað til lands vegna leiksins. Þau spila einnig fyrir Andspyrnuhreyfinguna. „Þau voru búin að vera að þvælast hérna um höfuðborgarsvæðið og eru búin að fara upp á Snæfellsnes, austur á Vík í Mýrdal, Gullna hringinn og Reykjanesið. Allt saman út af því að það er hægt að spila ákveðin verkefni sem sendir fólk á ákveðnar slóðir. Eins og að fara Gullna hringinn.“ Erlendir leikmenn geta snúið spilinu við á svipstundu. „Núna í sumar voru Hinir Upllýstu með yfirhöndina og Ísland var bara grænt. Akkúrat núna er Andspyrnuhreyfingin sterkust og landið blátt. Það getur þó breyst á nokkrum dögum. Það þarf nefnilega ekki annað til en að það komi hingað, erlendir málaliðar svokallaðir, hingað til lands. Þeir koma kannski í sérstaka ferð til að leggja landið undir sig.“Meðal kennileita sem barist er um eru styttan af Skúla Magnússyni og Höfði. Þá er hægt að safna stigum við að fara ákveðnar leiðir, eins og Gullna hringinn.Á heimsvísu eru Ingress gífurlega vinsæll og spilaður af hundruðum þúsunda leikmanna. Einhverjir hafa þó velt því fyrir sér hvort Google hafi þannig ekki í raun náð sér í hundruði þúsunda ólaunaðra sjálfboðaliða sem sendi þeim myndir og upplýsingar um áhugaverða staði í heiminum. Í grein sem birtist á vef Guardian í sumar segir frá baráttu Andspyrnuhreyfingarinnar og Upplýstra í London við sérstakan viðburð, svokallað Anomaly. Þá gengur baráttan út á að stjórna sem flestum punktum á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum. Fólk kom að víða frá heiminum til að taka þátt. Þá var meðlimum Andspyrnuhreyfingarinnar verið skipt upp í þrjá hópa. Þeir sem ferðarst á hjólum, þeir sem ferðast um borgina á mótórhjólum og þeir sem flakka um á tveimur jafnfótum. Liðunum er svo stýrt af einum einstaklingi sem situr á kaffihúsi með tölvu og er í stöðugum samskiptum við liðin.Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig leikurinn er spilaður
Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira