Forstjóri Apple kemur út úr skápnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2014 12:31 Tim Cook tók við forstjóraembættinu hjá Apple árið 2011. Vísir/AFP „Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira