Vín eða brauð? Guðmundur Edgarsson skrifar 30. október 2014 07:00 Gerum ráð fyrir ríkið ákveði einn daginn að nú geti fólk ekki lengur keypt brauð í kjörbúðum. Fara verði í sérstök bakarí til þess. Hver yrðu líkleg viðbrögð fólks við slíku valdboði? Samkvæmt könnun, sem birt var nýlega varðandi frumvarp til laga um að heimilt verði að selja áfengi í matvöruverslunum, er sennilegt að viðbrögð fólks yrðu eftirfarandi: Um 30% fólks myndi finnast það skerðing á einstaklingsfrelsi að fá ekki að kaupa sér brauð í næstu kjörbúð um leið og það keypti ýmiss konar annan varning til heimilisins. Að þurfa að taka á sig krók eftir einu brauði sem vantaði í matarkörfuna fæli í sér hömlur og óþægindi sem það kærði sig ekki um. Á hinn bóginn er líklegt út frá ofannefndri skoðanakönnun að um 70% fólks yrði hæstánægt með þessa lagasetningu. Þetta fólk kæmi ekki auga á með hvaða hætti persónufrelsi þeirra hefði verið skert því það gæti jú áfram keypt sér brauð. Það þyrfti að vísu að hafa meira fyrir því, en brauðið fengi það að lokum.Sambærilegar vörur? Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. Gæti menn ekki hófs í brauðáti, fitna þeir og líkur aukast á hjarta- og æðasjúkdómum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi. Báðar vörurnar eru löglegar, báðar valda skaða við óhóflega neyslu og báðar kalla fram ánægju sé þeirra neytt af skynsemi.Sjónarmiðin sætt En viti menn! Til er lausn sem gerir báðum þessum hópum til hæfis. Annars vegar getum við leyft 30% hópnum að kaupa vín og brauð í kjörbúðum en einnig í vínbúðum og bakaríum. Hins vegar skulum við leyfa 70% hópnum að sniðganga vín og brauð í matvöruverslunum og gera sér í staðinn sérstaka ferð í vínbúð eftir víni og aðra sérstaka ferð í bakarí eftir brauði. Þannig geta 30 prósentin og 70 prósentin orðið vinir og lifað hamingjusömu lífi ævina á enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Gerum ráð fyrir ríkið ákveði einn daginn að nú geti fólk ekki lengur keypt brauð í kjörbúðum. Fara verði í sérstök bakarí til þess. Hver yrðu líkleg viðbrögð fólks við slíku valdboði? Samkvæmt könnun, sem birt var nýlega varðandi frumvarp til laga um að heimilt verði að selja áfengi í matvöruverslunum, er sennilegt að viðbrögð fólks yrðu eftirfarandi: Um 30% fólks myndi finnast það skerðing á einstaklingsfrelsi að fá ekki að kaupa sér brauð í næstu kjörbúð um leið og það keypti ýmiss konar annan varning til heimilisins. Að þurfa að taka á sig krók eftir einu brauði sem vantaði í matarkörfuna fæli í sér hömlur og óþægindi sem það kærði sig ekki um. Á hinn bóginn er líklegt út frá ofannefndri skoðanakönnun að um 70% fólks yrði hæstánægt með þessa lagasetningu. Þetta fólk kæmi ekki auga á með hvaða hætti persónufrelsi þeirra hefði verið skert því það gæti jú áfram keypt sér brauð. Það þyrfti að vísu að hafa meira fyrir því, en brauðið fengi það að lokum.Sambærilegar vörur? Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. Gæti menn ekki hófs í brauðáti, fitna þeir og líkur aukast á hjarta- og æðasjúkdómum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi. Báðar vörurnar eru löglegar, báðar valda skaða við óhóflega neyslu og báðar kalla fram ánægju sé þeirra neytt af skynsemi.Sjónarmiðin sætt En viti menn! Til er lausn sem gerir báðum þessum hópum til hæfis. Annars vegar getum við leyft 30% hópnum að kaupa vín og brauð í kjörbúðum en einnig í vínbúðum og bakaríum. Hins vegar skulum við leyfa 70% hópnum að sniðganga vín og brauð í matvöruverslunum og gera sér í staðinn sérstaka ferð í vínbúð eftir víni og aðra sérstaka ferð í bakarí eftir brauði. Þannig geta 30 prósentin og 70 prósentin orðið vinir og lifað hamingjusömu lífi ævina á enda.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun