Erlent

Grípa til refsiaðgerða gegn ráðamönnum á Krímskaganum

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/afp
Bandaríkjastjórn grípur til enn frekari refsiaðgerða gegn sex héraðsleiðtogum á Krímskaga. Meðal annars er um að ræða leiðtoga sem skrifuðu undir samkomulag um innlimun Krímskaga inn í Rússland.

Refsiaðgerðirnar gilda meðal annars gegn gasfyrirtækinu Chernomorneftegaz á Krímskaga en yfirvöld á Krím tóku fyrirtækið yfir við innlimunina og er því nú stjórnað af Rússum. Bankareikningar hafa verið frystir hjá þeim leiðtogum sem um ræðir.

Viðræður Bandaríkjanna, Rússlands Evrópusambandsins, og Úkraínumanna um framtíð Úkraínu fara fram í Genf næstkomandi fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×