Kjötið beint til Japan Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Í Hafnarfjarðarhöfn. Flutningaskipið Alma frá Nesskipum er á leið til Osaka í Japan með um tvö þúsund tonn af frosinn langreyð frá Hval hf. Fréttablaðið/Daníel Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“ Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira