Mexikósk lkl-tacobaka Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2014 10:00 Gott er að bera bökuna fram með salati og sýrðum rjóma - eða hverju sem er. Mynd/úr einkasafni Unnur Karen Guðmundsdóttir bloggar á síðunni Hér er matur um mat… Hún deilir uppskrift að mexíkóskri böku í lágkolvetna útgáfu. Mexikósk lkl-tacobaka: 3,5 dl möndlumjöl 50 g smjör 1 tsk. paprikuduft 1/4 tsk. salt 1 egg Hakkfylling: 500 g nautahakk 1 laukur 3 hvítlauksrif 2 dl. vatn 1 lítil dós, eða 2-3 msk. tómatpurée 2-3 msk. chili-sósa (t.d. frá Heinz – en þessu má sleppa og nota frekar hálfa dós af niðursoðnum tómötum eða annað sem er ekki jafn kolvetnaríkt og chili-sósan) 2 tsk. chili-duft (sleppið eða minnkið ef þetta á ekki að vera mjög sterkt) 2 tsk. cumin 2 tsk. kóríanderduft 1 msk. sojasósa 1-2 tsk. salt Ostafylling 2-3 tómatar, eða eitt box af kirsuberjatómötum 1 dós, eða um 2 dl sýrður rjómi 3-4 msk. rjómaostur 150 gr. rifinn ostur Byrjið á að gera deigið, því það þarf smá tíma til að standa og svo til að bakast áður en fyllingin er sett í það. Skerið smjörið í litla teninga og hnoðið það saman við möndlumjöl, salt og paprikuduft. Þegar þetta er orðið að mulningi er egginu bætt út í og hnoðað saman. Ef deigið er of blautt er minnsta mál að bæta við meira möndlumjöli eða kókoshveiti jafnvel. Þrýstið deiginu í bökuform eða annað eldfast mót. Stingið með gaffli hér og þar í botninn og látið deigið standa í smá stund. Bakið svo við 225°C í um 10 mín. Skerið laukinn smátt og pressið hvítlaukinn, steikið svo ásamt hakkinu þar til hakkið er gegnumsteikt. Bætið vatni, tómatpurée, chili-sósu, sojasósu og kryddum út í og látið sjóða í 10-15 mín, eða þar til vatnið hefur að mestu gufað upp. Hrærið sýrðum rjóma, rjómaosti og rifnum osti saman. Skerið tómatana í bita (í helminga ef kirsuberjatómatar) og dreifið yfir hakkið. Dreifið ostablandinu yfir tómatana. Bakið við 200°C í 20 mín., eða þar til ostablandan hefur fengið fallegan lit. Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Unnur Karen Guðmundsdóttir bloggar á síðunni Hér er matur um mat… Hún deilir uppskrift að mexíkóskri böku í lágkolvetna útgáfu. Mexikósk lkl-tacobaka: 3,5 dl möndlumjöl 50 g smjör 1 tsk. paprikuduft 1/4 tsk. salt 1 egg Hakkfylling: 500 g nautahakk 1 laukur 3 hvítlauksrif 2 dl. vatn 1 lítil dós, eða 2-3 msk. tómatpurée 2-3 msk. chili-sósa (t.d. frá Heinz – en þessu má sleppa og nota frekar hálfa dós af niðursoðnum tómötum eða annað sem er ekki jafn kolvetnaríkt og chili-sósan) 2 tsk. chili-duft (sleppið eða minnkið ef þetta á ekki að vera mjög sterkt) 2 tsk. cumin 2 tsk. kóríanderduft 1 msk. sojasósa 1-2 tsk. salt Ostafylling 2-3 tómatar, eða eitt box af kirsuberjatómötum 1 dós, eða um 2 dl sýrður rjómi 3-4 msk. rjómaostur 150 gr. rifinn ostur Byrjið á að gera deigið, því það þarf smá tíma til að standa og svo til að bakast áður en fyllingin er sett í það. Skerið smjörið í litla teninga og hnoðið það saman við möndlumjöl, salt og paprikuduft. Þegar þetta er orðið að mulningi er egginu bætt út í og hnoðað saman. Ef deigið er of blautt er minnsta mál að bæta við meira möndlumjöli eða kókoshveiti jafnvel. Þrýstið deiginu í bökuform eða annað eldfast mót. Stingið með gaffli hér og þar í botninn og látið deigið standa í smá stund. Bakið svo við 225°C í um 10 mín. Skerið laukinn smátt og pressið hvítlaukinn, steikið svo ásamt hakkinu þar til hakkið er gegnumsteikt. Bætið vatni, tómatpurée, chili-sósu, sojasósu og kryddum út í og látið sjóða í 10-15 mín, eða þar til vatnið hefur að mestu gufað upp. Hrærið sýrðum rjóma, rjómaosti og rifnum osti saman. Skerið tómatana í bita (í helminga ef kirsuberjatómatar) og dreifið yfir hakkið. Dreifið ostablandinu yfir tómatana. Bakið við 200°C í 20 mín., eða þar til ostablandan hefur fengið fallegan lit.
Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira