Dóttir Þorgríms Þráinssonar fetar tónlistarbrautina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2014 09:30 Dreymir stóra drauma sem hún ætlar að láta rætast. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgrímsdóttir. Hún setti nýlega inn myndband við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er upprunalega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shelter og þannig fékk ég hugmyndina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kolfinna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnugoðsins og rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitthvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“ Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgrímsdóttir. Hún setti nýlega inn myndband við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er upprunalega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shelter og þannig fékk ég hugmyndina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kolfinna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnugoðsins og rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitthvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira