Rafræn skilríki þvingi fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2014 22:05 Ögmundur Jónasson. vísir/anton brink Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni
Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33
Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08
Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42
69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48