Rafræn skilríki þvingi fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2014 22:05 Ögmundur Jónasson. vísir/anton brink Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni
Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33
Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08
Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42
69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48