Innlent

Óvenjumikið af sveppum

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Sveppir við Sæbrautina í gær.
Sveppir við Sæbrautina í gær. Vísir/Anton
„Það hefur verið töluvert af sveppum í ár. Skilyrðin til þess hafa verið góð, það hefur verið hlýtt og rakt þannig að þeir eru töluvert áberandi. Þessir sem eru mest áberandi sjást tilsýndar eins og hvítir turnar, en sá sveppur heitir ullblekill,“ segir Eiríkur Jensson líffræðingur og framhaldsskólakennari.

„En þetta er frekar seint. Venjulega eru sveppirnir mest áberandi í ágúst og oft eitthvað fram í september en það er óvenjumikið af þeim núna.“

Vísir/Anton
Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×