Ekkert amaði að lungum dívu Jónas Sen skrifar 8. september 2014 10:00 Garðar Thor og þóra Einarsdóttir Tónlist: La Traviata Stjórnandi: Garðar Thor Cortes La Traviata í tónleikauppfærslu í Norðurljósum í Hörpu laugardaginn 6. september. Helstu hlutverk: Þóra Einarsdóttir, Garðar Thór Cortes, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson. Einhver hélt því eitt sinn fram að La Traviata eftir Verdi væri í rauninni grínópera. Aðalpersónan væri jú kona sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi, en hún syngi samt fullum hálsi fram í andlátið. Víst er að ekkert amaði að lungum Þóru Einarsdóttur sem fór með aðalhlutverkið í La Traviata í Norðurljósum Hörpu á laugardagskvöldið. Það bókstaflega geislaði af henni lífskrafturinn. Röddin var unaðslega fókuseruð og jöfn á öllum sviðum, fegurð hennar var dásamleg. Svo var túlkunin afar sannfærandi, tónlistin flæddi alveg óheft í gegn. Þóra miðlaði göldrum tónmálsins fullkomlega til áheyrenda. Um var að ræða tónleikauppfærslu. Hljómsveitin var smá, hljóðfæraleikararnir voru 21 talsins. Nú man ég ekki hversu margir komust fyrir í gryfjunni í Gamla bíói, sennilega var það eitthvað svipað. Auðvitað var rödd sveitarinnar mjó, maður saknaði breiða hljómsins sem á að einkenna óperur af þessari stærðargráðu. En yfirleitt spiluðu hljóðfæraleikararnir vel, leikurinn var samtaka og hreinn. Einstaka hnökrar komu þó fyrir, kannski mest áberandi var þegar ónefndur músíkant var ca. tveimur slögum á undan í lokahljómnum í einum kaflanum. Óperukórinn stóð sig oftast prýðilega. Til dæmis voru kvenraddirnar flottar fyrst eftir hlé í atriðinu sem var eyðilagt fyrir alla tíð þegar það var notað í dömubindaauglýsingu í sjónvarpinu. Það var fyrir löngu síðan, en ennþá koma dömubindi upp í huga mér þegar ég heyri þessa tónlist. Helst mátti finna að óhreinum tenórröddum á öðrum stöðum, sem var dálítið bagalegt. En í það heila var kórinn með sitt á hreinu og söng af viðeigandi krafti. Aðrir einsöngvarar voru yfirleitt fínir. Garðar Thór Cortes söng af sinni alkunnu mýkt og grípandi tilfinningu. Fínlegu blæbrigðin sem eru dæmigerð fyrir hann voru öll til staðar. Bergþór Pálsson var líka glæsilegur, rödd hans hefur dýpkað eins og hún gerir ávallt með aldrinum. Það fer honum vel. Viðar Gunnarsson var sömuleiðis flottur. Óreyndari söngvarar stóðu sig einnig ágætlega – eftir því sem þeir gátu. Þar á meðal voru tveir nemendur sem eru greinilega mjög efnilegir, Davíð Ólafsson bassi og Einar Dagur Jónsson tenór. Maður á örugglega eftir að heyra meira frá þeim er fram líða stundir. Almennt talað var þetta skemmtileg uppfærsla. Garðar Cortes stjórnaði af röggsemi og næmri tilfinningu fyrir mismunandi litbrigðum tónlistarinnar. Hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn Það er gaman að svona tónleikauppfærslu. Áheyrandinn fær tónlistina beint í æð, alveg ómengaða af misgóðum leik og fátæklegri sviðsmynd og búningum. Því miður kosta fullbúnar óperusýningar reiðinnar býsn af peningum. Þeir eru af skornum skammti eins og allir vita. Vonandi fáum við meira svona á næstunni. Niðurstaða: Ekki gallalausir tónleikar, en þeir voru skemmtilegir og sumt var frábært. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: La Traviata Stjórnandi: Garðar Thor Cortes La Traviata í tónleikauppfærslu í Norðurljósum í Hörpu laugardaginn 6. september. Helstu hlutverk: Þóra Einarsdóttir, Garðar Thór Cortes, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson. Einhver hélt því eitt sinn fram að La Traviata eftir Verdi væri í rauninni grínópera. Aðalpersónan væri jú kona sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi, en hún syngi samt fullum hálsi fram í andlátið. Víst er að ekkert amaði að lungum Þóru Einarsdóttur sem fór með aðalhlutverkið í La Traviata í Norðurljósum Hörpu á laugardagskvöldið. Það bókstaflega geislaði af henni lífskrafturinn. Röddin var unaðslega fókuseruð og jöfn á öllum sviðum, fegurð hennar var dásamleg. Svo var túlkunin afar sannfærandi, tónlistin flæddi alveg óheft í gegn. Þóra miðlaði göldrum tónmálsins fullkomlega til áheyrenda. Um var að ræða tónleikauppfærslu. Hljómsveitin var smá, hljóðfæraleikararnir voru 21 talsins. Nú man ég ekki hversu margir komust fyrir í gryfjunni í Gamla bíói, sennilega var það eitthvað svipað. Auðvitað var rödd sveitarinnar mjó, maður saknaði breiða hljómsins sem á að einkenna óperur af þessari stærðargráðu. En yfirleitt spiluðu hljóðfæraleikararnir vel, leikurinn var samtaka og hreinn. Einstaka hnökrar komu þó fyrir, kannski mest áberandi var þegar ónefndur músíkant var ca. tveimur slögum á undan í lokahljómnum í einum kaflanum. Óperukórinn stóð sig oftast prýðilega. Til dæmis voru kvenraddirnar flottar fyrst eftir hlé í atriðinu sem var eyðilagt fyrir alla tíð þegar það var notað í dömubindaauglýsingu í sjónvarpinu. Það var fyrir löngu síðan, en ennþá koma dömubindi upp í huga mér þegar ég heyri þessa tónlist. Helst mátti finna að óhreinum tenórröddum á öðrum stöðum, sem var dálítið bagalegt. En í það heila var kórinn með sitt á hreinu og söng af viðeigandi krafti. Aðrir einsöngvarar voru yfirleitt fínir. Garðar Thór Cortes söng af sinni alkunnu mýkt og grípandi tilfinningu. Fínlegu blæbrigðin sem eru dæmigerð fyrir hann voru öll til staðar. Bergþór Pálsson var líka glæsilegur, rödd hans hefur dýpkað eins og hún gerir ávallt með aldrinum. Það fer honum vel. Viðar Gunnarsson var sömuleiðis flottur. Óreyndari söngvarar stóðu sig einnig ágætlega – eftir því sem þeir gátu. Þar á meðal voru tveir nemendur sem eru greinilega mjög efnilegir, Davíð Ólafsson bassi og Einar Dagur Jónsson tenór. Maður á örugglega eftir að heyra meira frá þeim er fram líða stundir. Almennt talað var þetta skemmtileg uppfærsla. Garðar Cortes stjórnaði af röggsemi og næmri tilfinningu fyrir mismunandi litbrigðum tónlistarinnar. Hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn Það er gaman að svona tónleikauppfærslu. Áheyrandinn fær tónlistina beint í æð, alveg ómengaða af misgóðum leik og fátæklegri sviðsmynd og búningum. Því miður kosta fullbúnar óperusýningar reiðinnar býsn af peningum. Þeir eru af skornum skammti eins og allir vita. Vonandi fáum við meira svona á næstunni. Niðurstaða: Ekki gallalausir tónleikar, en þeir voru skemmtilegir og sumt var frábært.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira