Þeir Naftali Frenkel og Gilad Shaar voru 16 ára gamlir og Eyal Yiafrach var 19 ára. Þeir fundust í skurði og hafði grjóti verið dreift yfir þá.
Samkvæmt BBC hafa yfirvöld í Ísrael nafngreint tvo menn sem liggja undir grun og eru þeir sagðir vera útsendarar Hamas. Ísraelski herinn hefur sett upp vegatálma og lokað stórum svæðum í kringum bæinn Hebron. Þar sáust piltarnir síðast á lífi og voru þeir að reyna að húkka sér far heim til sín.
Simon Peres, forseti Ísrael, segir alla þjóðina vera sorgmædda. „Þrátt fyrir sorg okkar, erum við staðráðin í að refsa hryðjuverkamönnunum harðlega.“
Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, sagði atvikið vera afleiðingu samstarfs Hamas og Fata hreyfingarinnar, sem sættust í apríl síðastliðnum og mynduðu ríkisstjórn í Palestínu.
„Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga.“ Við það bætti hann að piltarnir hefðu verið myrtir af villtum skepnum.
