Silfurpeningar seldust á 2,2 milljarða Snærós Sindradóttir skrifar 30. júní 2014 13:30 Silfurpeningurinn fallegi sem seldist á 100 milljónir króna. Safn silfurpeninga í eigu bandaríska fjármálaráðgjafan Eugene H. Gardner seldist á uppboði fyrir tæplega 20 milljónir dollara, eða rúmlega 2,2 milljarða króna, þann 23. júní síðastliðinn. Þetta var þó aðeins fyrsta uppboð af fjórum sem bandaríska uppboðsfyrirtækið Heritage helgar mynt- og seðlasafni Gardners, en næstu þrjú verða haldin síðar á þessu ári og því næsta.Tíu senta peningur á 100 milljónirÁ uppboðinu seldust allar myntir sem voru í boði, 637 talsins, og var mikil eftirspurn eftir gripunum. Hæsta verð fékkst fyrir tíu senta pening frá árinu 1796 („Draped Bust, Small Eagledime“) sem sýnir frelsisgyðjuna á framhlið og lítinn skallaörn á bakhlið. Fyrir hann fengust 881 þúsund dollarar, eða rúmlega 100 milljónir króna.Eugene H. GardnerEugene H. Gardner hóf söfnun seðla- og mynta þegar hann var háskólanemi árið 1954 og er safn hans í dag talið vera eitt hið besta í Bandaríkjunum, einkum á sviði silfurmynta. Auk þess að hafa rekið fjárfestingarráðgjafarfyrirtækið Gardner Russo & Gardner í Pennsylvaniu áratugum saman hefur hann gefið út bækur um safn sitt, haldið úti vefsíðu um það og þótt leggja mikla áherslu á söfnun gripa sem hafa mikla sögulega merkingu og fagurfræðilegt gildi.Uppboðið lengdist um tvo tíma vegna eftirspurnarÍ viðtali við coinworld.com sagði forstjóri Heritage, Greg Rohan, að Gardner væri hæstnánægður með niðurstöður uppboðsins og sömu sögu mætti segja með fyrirtækið. „Þetta var ótrúlega spennandi,“ sagði Rohan. „Það voru svo margir að bjóða að uppboðið endaði ekki fyrr en rétt fyrir tíu um kvöldið, tveimur tímum síðar en það átti að gera. Þá var uppboðið búið að standa í sjö klukkutíma.“ Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Safn silfurpeninga í eigu bandaríska fjármálaráðgjafan Eugene H. Gardner seldist á uppboði fyrir tæplega 20 milljónir dollara, eða rúmlega 2,2 milljarða króna, þann 23. júní síðastliðinn. Þetta var þó aðeins fyrsta uppboð af fjórum sem bandaríska uppboðsfyrirtækið Heritage helgar mynt- og seðlasafni Gardners, en næstu þrjú verða haldin síðar á þessu ári og því næsta.Tíu senta peningur á 100 milljónirÁ uppboðinu seldust allar myntir sem voru í boði, 637 talsins, og var mikil eftirspurn eftir gripunum. Hæsta verð fékkst fyrir tíu senta pening frá árinu 1796 („Draped Bust, Small Eagledime“) sem sýnir frelsisgyðjuna á framhlið og lítinn skallaörn á bakhlið. Fyrir hann fengust 881 þúsund dollarar, eða rúmlega 100 milljónir króna.Eugene H. GardnerEugene H. Gardner hóf söfnun seðla- og mynta þegar hann var háskólanemi árið 1954 og er safn hans í dag talið vera eitt hið besta í Bandaríkjunum, einkum á sviði silfurmynta. Auk þess að hafa rekið fjárfestingarráðgjafarfyrirtækið Gardner Russo & Gardner í Pennsylvaniu áratugum saman hefur hann gefið út bækur um safn sitt, haldið úti vefsíðu um það og þótt leggja mikla áherslu á söfnun gripa sem hafa mikla sögulega merkingu og fagurfræðilegt gildi.Uppboðið lengdist um tvo tíma vegna eftirspurnarÍ viðtali við coinworld.com sagði forstjóri Heritage, Greg Rohan, að Gardner væri hæstnánægður með niðurstöður uppboðsins og sömu sögu mætti segja með fyrirtækið. „Þetta var ótrúlega spennandi,“ sagði Rohan. „Það voru svo margir að bjóða að uppboðið endaði ekki fyrr en rétt fyrir tíu um kvöldið, tveimur tímum síðar en það átti að gera. Þá var uppboðið búið að standa í sjö klukkutíma.“
Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira