Lífið

Tekur "selfie“ í sturtu með hundinum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Miley Cyrus hefur verið dugleg að birta myndir af sér með hundi sínum, Emu, á Instagram uppá síðkastið.

Birtir söngstirnið meðal annars mynd af sér og Emu í sturtu. Hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé skringilegasta Instagram-mynd söngkonunnar til þessa.

Miley var miður sín í apríl í fyrra þegar hundurinn hennar Floyd dó á meðan hún var á tónleikaferðalagi. 

Á laugardaginn tilkynnti Miley að hún væri tilbúin að bjóða nýjan ferfætling inní líf sitt og kynnti aðdáendur sína fyrir hvolpinum Emu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.