Lífið

Dansaði þangað til míkrafónninn lagaðist

Baldvin Þormóðsson skrifar
Það var mikið stuð á skemmtistaðnum Dolly á laugardaginn þar sem sumarpartí Party Zone á Rás 2 fór fram.

Plötusnúðar kvöldsins voru ekki af verri endanum en það voru DJ Margeir og DJ Andrés sem sáu um tónlistina.

Stuðið hófst þó ekki af alvöru fyrr en þokkagyðjan og söngkonan Ásdís María Viðarsdóttir mætti á staðinn en þegar hún ætlaði að munda míkrófóninn datt hann út. Hún tók þá til sinna ráða og dansaði þar til míkrófónninn hafði verið lagaður.

Á meðan söngrödd Ásdísar ómaði um skemmtistaðinn mátti sjá tónlistarmenn á borð við Högna Egilsson, Daníel Ágúst, Emmsjé Gauta og Loga Pedro á dansgólfinu að njóta tónlistarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.