Innlent

Á hjólabretti frá Höfn til Reykjavíkur

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Adrian Oh brosti út að eyrum á Suðurlandsvegi í dag.
Adrian Oh brosti út að eyrum á Suðurlandsvegi í dag. Vísir/Magnús Hlynur
„Þetta er búið að vera mjög gaman en erfitt á tímabili. Það var til dæmis mikil rigning í gær og búið að rigna mikið í dag,“ segir Adrian Oh frá Singapore.

Adrian er á leið sinni á hjólabretti frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur. Alls er leiðin um 450 kílómetrar. Hann mun gista á Selfossi í nótt en klára ferðina til Reykjavíkur á morgun, sem hefur þá tekið vikutíma hjá honum.  

Frá Íslandi fer hann Hollands þar sem hann ætlar að ferðast á brettinu sínu.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands. Ég er alveg heillaður af landinu og á örugglega eftir að koma aftur,“ bætir Adrian við en hann er 32 ára.

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurlandi, tók meðfylgjandi myndir af honum á Flóaveginum í dag þar sem hann var að nálgast Selfoss.

Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×