Lífið

Hálendið selt á bókamessu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hálendið kom út fyrir tveimur árum. Ný bók eftir Steinar Braga, Kata, kom út fyrir skömmu.
Hálendið kom út fyrir tveimur árum. Ný bók eftir Steinar Braga, Kata, kom út fyrir skömmu. visir/pjetur
Mikill áhugi var á skáldsögunni Hálendinu eftir Steinar Braga á bókamessu í Frankfurt sem lauk nú um helgina.

Bókin, sem kom út fyrir tveimur árum, var seld til alls níu landa. Aðrir höfundar sem vöktu áhuga erlendra útgefanda voru meðal annars Eiríkur Örn Norðdal, en bók hans Illska mun koma út í Danmörku síðar í þessum mánuði, og Andri Snær Magnason fékk tilboð í Tímakistuna frá Bandaríkjunum.

Áhugi á Arnaldi Indriðasyni var mikill eins og vanalega og hefur hann nú selt óútkomna bók sína til nokkurra landa, þar á meðal til Bandaríkjanna og Bretlands. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×