Reykjavík sem ekki varð segir meðal annars frá Háskóla Íslands á Skólavörðuholti, Þjóðleikhúsi á Arnarhóli, Seðlabanka á Fríkirkjuvegi og Alþingishúsi í Bankastræti. Og ástæðum þess að þessar byggingar risu einhvers staðar allt annars staðar.
Í bókinni er ryki dustað af gömlum byggingar- og skipulagshugmyndum og þær settar í samhengi við ljósmyndir af Reykjavík. Í myndunum má sjá hvernig miðbærinn hefur þróast frá seinni hluta 19. aldar til okkar daga.
Átta tillögur að opinberum byggingum sem reisa áttu í miðbæ Reykjavíkur eru teknar sérstaklega fyrir í bókinni og þeim gerð góð skil í tölvugerðu myndum. Guðni Valberg hefur byggt þrívíddarmódel af byggingunum og fellt þau inn á ljósmyndir af Reykjavík í dag. Á myndunum birtast hugmyndir fortíðar sem veruleiki nútímans.

