Innlent

Lágtekjufólk fái mest

Höskuldur Kári Schram skrifar
Úr þingsal.
Úr þingsal. Vísir/GVA
Stærsti hluti af skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar mun renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum króna og meðalleiðrétting verður á bilinu ein til tvær milljónir. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks.

Hátt í sjötíu þúsund heimili sóttu um niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána en ríkisstjórnin hyggst kynna niðurstöðuna á morgun.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokks, og aðstoðarmaður forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

„Ég held að það liggi nokkuð skýrt fyrir og kom fram í frumvarpinu sem samþykkt var um skuldaleiðréttinguna í grófum dráttum hver boðskapurinn yrði. Þarna erum við að tala um almenna leiðréttingu fyrir heimili landsins. Þetta er að dreifast mjög jafnt. Stærsti hlutinn er að renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum. Meðalleiðréttingin verður á bilinu ein til tvær milljónir króna og á þessu er ákveðið þak,“ sagði Ásmundur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×