Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2014 19:44 Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira