"Áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“ Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
„Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“
Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33