Viltu jákvæðni, fjölbreytni og heiðarleika? Ingunn Anna Jónasdóttir skrifar 26. maí 2014 17:29 „Þetta endar sem sagt með ósköpum,” sagði elskulegur ættingi minn þegar hann frétti að ég væri í síðasta sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Ég sagði að „rúsínan í pylsuendanum“ fyndist mér svolítið hlýlegri lýsing á framboði mínu en af svip hans að dæma var hann ekki endilega alveg sannfærður um það. Ég er sem sagt aftur komin í framboð. Aftur komin í framboð segi ég vegna þess að fyrir 20 árum síðan var ég kosin í bæjarstjórn á Akranesi og var þar í fjögur ár. Þá voru líka kosnir í bæjarstjórn þeir Sveinn Kristins, Guðmundur Páll og Gunnar Sigurðsson. Lífsreynt fólk segir að sagan endurtaki sig. Ég lofa þó háttvirtum kjósendum því að ég mun ekki verða aftur í framboði eftir 20 ár! En það er aldrei að vita hvað þeir Sveinn, Guðmundur og Gunnar gera.Lífsglatt fólk Hvers vegna hikaði ég ekki við að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar og hvers vegna er ég svo ánægð með að vera þar? Svarið er einfalt. Ég kann bara rosalega vel við mig í félagsskap þess fólks sem hefur valist þar til forystu. Ungar og hressar konur og karlar sem ég þekki svo vel og eingöngu af góðu. Fólk sem er brennandi af áhuga og vilja til að vinna fyrir bæinn sinn. Lífsglatt og skemmtilegt fólk með fullt af þrælgóðum hugmyndum og gengur í verkin með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi, opnum huga, reiðubúið að hlusta á rök annarra og finna saman góðar lausnir. Það er einmitt þessi nálgun við verk og viðfangsefni sem gerir Bjarta framtíð svo einstaka og áhugverða. Heiðarleiki skiptir máli Í bæjarmálum hér á Skaga er mjög sjaldan svo mikill hugmyndafræðilegur munur á skoðunum okkar og gildum að það eigi að koma í veg fyrir að við getum unnið saman að lausn viðfangsefnanna. Ég treysti því fólki sem skipar lista Bjartrar framtíðar öllum betur til að vinna að málum bæjarins á þennan hátt. Ég treysti þeim líka svo vel til að vinna af heiðarleika. Þjóna bæjarbúum, án þess að ota sínum tota eða vina eða ættingja eða samflokksmanna. Þannig heiðarleiki skiptir mjög miklu máli og er því miður ekki sjálfsagður í stjórnmálum. Sem sé: Samvinna, virðing, lausnir, heiðarleiki og svo auðvitað góðar málefnalegar áherslur.Fjölskylduvænn bær Þegar kemur að málefnunum veit ég að þau munu leggja áherslu á langtímamarkmið og falla ekki í þá freistni að gefa innstæðulaus loforð út og suður um hitt og þetta. Áherslan á að vera á bæjarfélag þar sem fólk býr við atvinnuöryggi og þar sem gott er og gaman að búa. Bæjarfélag þar sem mikil áhersla er lögð á umhvefisvernd og þar sem bæjarbúar fá notið útivistar í óspilltri og fallegri náttúru. Skemmtilegheitin í nærsamfélaginu skipta miklu máli. Líflegur bær þar sem margbreytileikinn blómstrar. Og auk þess að vera skemmtilegur bær á Akranes auðvitað að vera fjölskylduvænn bær, þar sem við tryggjum börnunum gott uppeldi og góða skóla í öruggu og vingjarnlegu umhverfi – skóla sem tryggja jafnrétti í námi. Í lykilmálaflokkum eins og skólamálum og skipulagsmálum, svo ég taki dæmi, skiptir öllu að hugsað sé til lengri tíma, að við vöndum okkur við að finna lausnir sem líklegt er að friður geti verið um. Lausnir sem eru líka framsæknar og brjótast út úr „þetta hefur alltaf verið svona“ hugsunarhættinum.Verið með, Skagamenn! Í skemmtilegum bæ er áhersla lögð á að allir séu með og hafi áhrif. Ungir og gamlir, fatlaðir og fótboltakappar, innfæddir Niðurskagamenn og innflytjendur, hægri menn og vinstri, konur og karlar. Margbreytileikinn er mikill styrkur og svo er hann bara svo miklu skemmtilegri. Það á sko ekki síður við í atvinnulífinu. Það er gott að hafa traust undirstöðufyrirtæki, en það er ennþá mikilvægara að hafa fjölbreytni þar, því það er hættulegt ef við verðum of háð einu eða fáum fyrirtækjum. Unga fólkið sem er að koma inn á vinnumarkaðinn vill ekkert endilega vinna við það sama og við sem erum eldri. Já, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri, og þá ekki síst fyrir konur, eru lykilþættir í því að byggja upp betra og traustara bæjarfélag til lengri tíma. Vilborg, Svanberg, Anna Lára og félagar þeirra á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi eru fólk sem ég þekki vel og treysti öðrum betur til að fara inn í bæjarstjórn með þjónustulund, heiðarleika, samvinnu og langtímahag bæjarbúa að leiðarljósi. Það er mjög gaman og mikill heiður að vera í liði með svona fólki. Verið þið líka með okkur, Skagamenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
„Þetta endar sem sagt með ósköpum,” sagði elskulegur ættingi minn þegar hann frétti að ég væri í síðasta sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Ég sagði að „rúsínan í pylsuendanum“ fyndist mér svolítið hlýlegri lýsing á framboði mínu en af svip hans að dæma var hann ekki endilega alveg sannfærður um það. Ég er sem sagt aftur komin í framboð. Aftur komin í framboð segi ég vegna þess að fyrir 20 árum síðan var ég kosin í bæjarstjórn á Akranesi og var þar í fjögur ár. Þá voru líka kosnir í bæjarstjórn þeir Sveinn Kristins, Guðmundur Páll og Gunnar Sigurðsson. Lífsreynt fólk segir að sagan endurtaki sig. Ég lofa þó háttvirtum kjósendum því að ég mun ekki verða aftur í framboði eftir 20 ár! En það er aldrei að vita hvað þeir Sveinn, Guðmundur og Gunnar gera.Lífsglatt fólk Hvers vegna hikaði ég ekki við að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar og hvers vegna er ég svo ánægð með að vera þar? Svarið er einfalt. Ég kann bara rosalega vel við mig í félagsskap þess fólks sem hefur valist þar til forystu. Ungar og hressar konur og karlar sem ég þekki svo vel og eingöngu af góðu. Fólk sem er brennandi af áhuga og vilja til að vinna fyrir bæinn sinn. Lífsglatt og skemmtilegt fólk með fullt af þrælgóðum hugmyndum og gengur í verkin með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi, opnum huga, reiðubúið að hlusta á rök annarra og finna saman góðar lausnir. Það er einmitt þessi nálgun við verk og viðfangsefni sem gerir Bjarta framtíð svo einstaka og áhugverða. Heiðarleiki skiptir máli Í bæjarmálum hér á Skaga er mjög sjaldan svo mikill hugmyndafræðilegur munur á skoðunum okkar og gildum að það eigi að koma í veg fyrir að við getum unnið saman að lausn viðfangsefnanna. Ég treysti því fólki sem skipar lista Bjartrar framtíðar öllum betur til að vinna að málum bæjarins á þennan hátt. Ég treysti þeim líka svo vel til að vinna af heiðarleika. Þjóna bæjarbúum, án þess að ota sínum tota eða vina eða ættingja eða samflokksmanna. Þannig heiðarleiki skiptir mjög miklu máli og er því miður ekki sjálfsagður í stjórnmálum. Sem sé: Samvinna, virðing, lausnir, heiðarleiki og svo auðvitað góðar málefnalegar áherslur.Fjölskylduvænn bær Þegar kemur að málefnunum veit ég að þau munu leggja áherslu á langtímamarkmið og falla ekki í þá freistni að gefa innstæðulaus loforð út og suður um hitt og þetta. Áherslan á að vera á bæjarfélag þar sem fólk býr við atvinnuöryggi og þar sem gott er og gaman að búa. Bæjarfélag þar sem mikil áhersla er lögð á umhvefisvernd og þar sem bæjarbúar fá notið útivistar í óspilltri og fallegri náttúru. Skemmtilegheitin í nærsamfélaginu skipta miklu máli. Líflegur bær þar sem margbreytileikinn blómstrar. Og auk þess að vera skemmtilegur bær á Akranes auðvitað að vera fjölskylduvænn bær, þar sem við tryggjum börnunum gott uppeldi og góða skóla í öruggu og vingjarnlegu umhverfi – skóla sem tryggja jafnrétti í námi. Í lykilmálaflokkum eins og skólamálum og skipulagsmálum, svo ég taki dæmi, skiptir öllu að hugsað sé til lengri tíma, að við vöndum okkur við að finna lausnir sem líklegt er að friður geti verið um. Lausnir sem eru líka framsæknar og brjótast út úr „þetta hefur alltaf verið svona“ hugsunarhættinum.Verið með, Skagamenn! Í skemmtilegum bæ er áhersla lögð á að allir séu með og hafi áhrif. Ungir og gamlir, fatlaðir og fótboltakappar, innfæddir Niðurskagamenn og innflytjendur, hægri menn og vinstri, konur og karlar. Margbreytileikinn er mikill styrkur og svo er hann bara svo miklu skemmtilegri. Það á sko ekki síður við í atvinnulífinu. Það er gott að hafa traust undirstöðufyrirtæki, en það er ennþá mikilvægara að hafa fjölbreytni þar, því það er hættulegt ef við verðum of háð einu eða fáum fyrirtækjum. Unga fólkið sem er að koma inn á vinnumarkaðinn vill ekkert endilega vinna við það sama og við sem erum eldri. Já, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri, og þá ekki síst fyrir konur, eru lykilþættir í því að byggja upp betra og traustara bæjarfélag til lengri tíma. Vilborg, Svanberg, Anna Lára og félagar þeirra á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi eru fólk sem ég þekki vel og treysti öðrum betur til að fara inn í bæjarstjórn með þjónustulund, heiðarleika, samvinnu og langtímahag bæjarbúa að leiðarljósi. Það er mjög gaman og mikill heiður að vera í liði með svona fólki. Verið þið líka með okkur, Skagamenn!
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun