Ferðir hvala skýrast með hjálp Facebook Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Hvern og einn hval má þekkja á bakugga eða öðrum auðkennum, rétt eins og fingraför manna. mynd/www.icelandic-orcas.com Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira