Þá má sjá með þessari frétt mynd af vörubíl sem keyrði út af veginum á Hellisheiði í dag, en þar hefur Vegagerðin varað við hálkublettum.
Snjókomu og hálku gætir einnig víða á Norðurlandi og Austurlandi. Ökumenn eru hvattir til að kynna sér færð á heimasíðu Vegagerðarinnar, til að mynda með því að skoða vefmyndavélar stofnunarinnar sem staðsettar eru víða um land, áður en ekið er af stað.
