Áhrifamiklir Ísraelar vildu sölsa undir sig .is lénið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2014 13:58 Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri ISNIC. Á fundi umhverfs- og samgöngunefndar Alþingis í morgun kom fram að áhrifamiklir og fjársterkir aðilar frá Ísrael reyndu að fá lénið .is skráð á Ísrael. Á fundinum fullyrti einn gestur nefndarinnar þetta; Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Fyrirtækið ISNIC sér um skráningu léna með endinguna .is, sem er auðkenni Íslands á netinu. Ísrael er aftur á móti með endinguna .il, en Jens segir að áhrifamenn hafi einmitt viljað breyta því. Lokun forsvarsmanna ISNIC á lén sem keypt voru af samtökunum Íslamska ríkið var til umræðu á fundinum og var Jens einn af fjórum fulltrúum ISNIC. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, spurði forsvarsmenn fyrirtækisins hvort þeir hefðu farið yfir landslög og fundið réttlætingu á ákvörðun á loka léninu þar. Hann sagði einnig að fólk hræddist mjög takmörkun á frelsi netsins eins og Kínverjar væru með. Steindór Dan Jensen, lögfræðingur ISNIC, sagði að menn innan fyrirtækisins hefðu vissulega kynnt sér landslög og vísaði í nokkrar greinar. Jens sagði að það væri ekki stefna fyrirtækisins að loka lénum. Hann sagði ákvörðunina algjörlega fordæmalausa. Hann sagði að stefna fyrirtækisins væri að verja lén með endingunni .is, sem væri auðkenni Íslands á netinu. Hann sagði að stefna Íslamska ríkisins (sem á ensku er kallað Islamic State og skamstafað IS) hafi verið að láta líta út fyrir að .is væri auðkenni samtakanna. Slíkt myndi rýra gildi .is lénsins. Hann benti á að áður hafi þetta verið reynt: „Mikið af mikilvægu fólki frá Ísrael hafði samband við okkur og ætlaði að markaðsetja .is fyrir Ísrael. Við stóðum bara fastir í fæturnar.“ Á fundinum kom fram að það taki langan tíma fyrir ríki að fá útlhutað lénum og þau þurfi að verja og vernda. Og var það hluti útskýringa sem forsvarsmenn ISNIC notuðu til þess að réttlæta þá ákvörðun að loka á Íslamska ríkið, eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06 Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 „Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Á fundi umhverfs- og samgöngunefndar Alþingis í morgun kom fram að áhrifamiklir og fjársterkir aðilar frá Ísrael reyndu að fá lénið .is skráð á Ísrael. Á fundinum fullyrti einn gestur nefndarinnar þetta; Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Fyrirtækið ISNIC sér um skráningu léna með endinguna .is, sem er auðkenni Íslands á netinu. Ísrael er aftur á móti með endinguna .il, en Jens segir að áhrifamenn hafi einmitt viljað breyta því. Lokun forsvarsmanna ISNIC á lén sem keypt voru af samtökunum Íslamska ríkið var til umræðu á fundinum og var Jens einn af fjórum fulltrúum ISNIC. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, spurði forsvarsmenn fyrirtækisins hvort þeir hefðu farið yfir landslög og fundið réttlætingu á ákvörðun á loka léninu þar. Hann sagði einnig að fólk hræddist mjög takmörkun á frelsi netsins eins og Kínverjar væru með. Steindór Dan Jensen, lögfræðingur ISNIC, sagði að menn innan fyrirtækisins hefðu vissulega kynnt sér landslög og vísaði í nokkrar greinar. Jens sagði að það væri ekki stefna fyrirtækisins að loka lénum. Hann sagði ákvörðunina algjörlega fordæmalausa. Hann sagði að stefna fyrirtækisins væri að verja lén með endingunni .is, sem væri auðkenni Íslands á netinu. Hann sagði að stefna Íslamska ríkisins (sem á ensku er kallað Islamic State og skamstafað IS) hafi verið að láta líta út fyrir að .is væri auðkenni samtakanna. Slíkt myndi rýra gildi .is lénsins. Hann benti á að áður hafi þetta verið reynt: „Mikið af mikilvægu fólki frá Ísrael hafði samband við okkur og ætlaði að markaðsetja .is fyrir Ísrael. Við stóðum bara fastir í fæturnar.“ Á fundinum kom fram að það taki langan tíma fyrir ríki að fá útlhutað lénum og þau þurfi að verja og vernda. Og var það hluti útskýringa sem forsvarsmenn ISNIC notuðu til þess að réttlæta þá ákvörðun að loka á Íslamska ríkið, eins og kom fram á Vísi fyrr í dag.
Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06 Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 „Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00
Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06
Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45
Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58
ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47
ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16
„Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31