Lífið

Hægri hönd Batman snýr aftur á hvíta tjaldið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Batman og Robin munu taka höndum saman aftur í myndinni Batman V Superman: Dawn of Justice, en að þessu sinni verður Robin leikin af konu. Talið er að leikkonan Jena Malone muni leika Carrie Kelley eða Robin, sem birst hefur í myndasögum eftir Frank Miller.

Sjónvarpsstöð í Detroit í Bandaríkjunum, þar sem tökur á myndinni fara fram, heldur því fram. Jena Malone hefur sést þar í borg og birti mynd af sér rauðhærðri á Instagram síðu sinni fyrir skömmu.

Aukaleikari í myndinni hélt þessu fram, en allt fimm milljóna dala, eða um sex hundruð milljóna króna, sekt sé við því að leka upplýsingum um myndina samkvæmt Guardian.

Warner Bros hafa þó ekki tjáð sig um málið.

Guardian segir frá því að Zack Snyder, leikstjóri myndarinnar, hafi byggt sögu myndarinnar að hluta til á myndasögunum The Dark Knight returns eftir Frank Miller, þar sem Superman og Batman berjast.

Loading

Drastic times call for drastic measures.

View on Instagram






Fleiri fréttir

Sjá meira


×