Aðgengismál í fyrirrúmi hjá RÚV Margrét Magnúsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun