Byggir söguþráðinn á líkfundarmálinu Haraldur Guðmundsson skrifar 20. október 2014 07:00 Kafari fann lík Vaidas Jucevicius aðeins þremur dögum eftir að honum hafði verið kastað í sjóinn af netagerðarbryggjunni í Neskaupstað. Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira