Makrílsamingar geta haft áhrif á samninga Íslands og Færeyja Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2014 18:40 Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira