McCain segir Obama hafa gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. mars 2014 16:33 John McCain öldungadeildarþingmaður (t.v.) og Barack Obama Bandaríkjaforseti. vísir/afp „Obama hefur látið Bandaríkin líta veiklulega út.“ Þetta er fyrirsögn greinar eftir öldungadeildarþingmanninn John McCainsem New York Times birtir í dag. McCain var frambjóðandi repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2008 og laut í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata. Hann segir landsmönnum hafa verið sagt það síðustu fimm ár að Bandaríkin geti haft sig minna í frammi á alþjóðavettvangi án þess að það hafi áhrif á hagsmuni þerra og gildi. „Þetta hefur gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins og það ögrar fólki eins og herra Pútín.“ Á McCain þar við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en hermenn á hans vegum eru reiðubúnir til átaka á Krímskaga ef þess þykir þurfa.Vladímír Pútín, forseti Rússlands.vísir/afpHann segir Obama hafa látið andstæðinga Bandaríkjamanna komast upp með allt of mikið og nefnir hann Afganistan og Írak sem dæmi. „Fjárveitingar til varnarmála hafa verið minnkaðar upp á von og óvon en ekki af herkænsku. Íranir og Kínverjar hafa níðst á bandamönnum Bandaríkjamanna án afleiðinga. Og það versta af öllu, þá notaði Bashar al-Assad efnavopn í Sýrlandi, og komst upp með það.“ Hann segir framganga Pútíns á Krímskaga endurspegla minnkandi trúverðugleika Bandaríkjanna á heimsvísu. Obama verði að endurheimta hann og Krímskagi sé staðurinn til þess. McCain talar ekki fyrir hernaðarlegri íhlutun Bandaríkjamanna en leggur til umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn rússneskum ráðamönnum og vill hann að Rússland verði einangrað á alþjóðavettvangi. Þá vill hann að Bandaríkjamenn styðji enn frekar við bakið á hermönnum og óbreyttum borgurum í Úkraínu. Hann segir að þó Obama hafi sagt að Bandaríkin væru ekki í samkeppni við Rússland, þá líti Pútín svo á að Rússland sé í samkeppni við Bandaríkin. Þá líkir McCain valdstöðu Rússlands við bensínstöð í samanburði við Bandaríkin. „Rússar munu á endanum snúast gegn Pútín á sama hátt og af sömu ástæðum og Úkraínumenn snerust gegn Viktori Janúkovítsj. Við verðum að búa okkur undir það strax. Við verðum að sýna almenningi í Rússlandi að við styðjum við mannréttindi þeirra.“ Grein McCains má lesa í heild sinni inni á vef New York Times. Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00 Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
„Obama hefur látið Bandaríkin líta veiklulega út.“ Þetta er fyrirsögn greinar eftir öldungadeildarþingmanninn John McCainsem New York Times birtir í dag. McCain var frambjóðandi repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2008 og laut í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata. Hann segir landsmönnum hafa verið sagt það síðustu fimm ár að Bandaríkin geti haft sig minna í frammi á alþjóðavettvangi án þess að það hafi áhrif á hagsmuni þerra og gildi. „Þetta hefur gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins og það ögrar fólki eins og herra Pútín.“ Á McCain þar við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en hermenn á hans vegum eru reiðubúnir til átaka á Krímskaga ef þess þykir þurfa.Vladímír Pútín, forseti Rússlands.vísir/afpHann segir Obama hafa látið andstæðinga Bandaríkjamanna komast upp með allt of mikið og nefnir hann Afganistan og Írak sem dæmi. „Fjárveitingar til varnarmála hafa verið minnkaðar upp á von og óvon en ekki af herkænsku. Íranir og Kínverjar hafa níðst á bandamönnum Bandaríkjamanna án afleiðinga. Og það versta af öllu, þá notaði Bashar al-Assad efnavopn í Sýrlandi, og komst upp með það.“ Hann segir framganga Pútíns á Krímskaga endurspegla minnkandi trúverðugleika Bandaríkjanna á heimsvísu. Obama verði að endurheimta hann og Krímskagi sé staðurinn til þess. McCain talar ekki fyrir hernaðarlegri íhlutun Bandaríkjamanna en leggur til umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn rússneskum ráðamönnum og vill hann að Rússland verði einangrað á alþjóðavettvangi. Þá vill hann að Bandaríkjamenn styðji enn frekar við bakið á hermönnum og óbreyttum borgurum í Úkraínu. Hann segir að þó Obama hafi sagt að Bandaríkin væru ekki í samkeppni við Rússland, þá líti Pútín svo á að Rússland sé í samkeppni við Bandaríkin. Þá líkir McCain valdstöðu Rússlands við bensínstöð í samanburði við Bandaríkin. „Rússar munu á endanum snúast gegn Pútín á sama hátt og af sömu ástæðum og Úkraínumenn snerust gegn Viktori Janúkovítsj. Við verðum að búa okkur undir það strax. Við verðum að sýna almenningi í Rússlandi að við styðjum við mannréttindi þeirra.“ Grein McCains má lesa í heild sinni inni á vef New York Times.
Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00 Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00
Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59
Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14
John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25
Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29