Sögulegur árangur Cocks Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 22:30 Cocks-menn eru komnir í átta liða úrslit. Mynd/Heimasíða Cocks. Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir. Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir.
Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira