Tónlist

Syngur uppáhaldslögin sín

Steingrímur Teague heldur tónleika annað kvöld.
Steingrímur Teague heldur tónleika annað kvöld. Mynd/GVA
Tónlistarmaðurinn Steingrímur Teague ætlar að spila og syngja nokkur af uppáhaldslögunum sínum í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld.

Með honum spila Andri Ólafsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur en saman skipa þremenningarnir hljómsveitina Moses Hightower.

Auk þeirra spilar Ómar Guðjónsson á gítar. Þetta verður í fyrsta sinn sem Steingrímur syngur á heilum tónleikum efni eftir aðra og í samræmi við efnisvalið er yfirskrift kvöldsins Stolin stef.

Á efnisskránni verða lög eftir George og Ira Gershwin, Jón Múla og Jónas Árnasyni, Dusty Springfield, Duke Ellington og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×