Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2014 20:00 Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira