Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2014 20:00 Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira