Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. október 2014 20:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira