Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2014 11:24 Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. Vísir/Valli Á fundi þjóðleikhússtjóra, framkvæmdastjóra leikhússins og verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóða í gær var rætt um að úrbætur á aðgengi fatlaðra í Þjóðleikhúsinu yrðu settar í afgerandi forgang hjá fasteignum ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra.Edda Heiðrún Backmanbirti í gær opið bréf þar sem hún gagnrýndi harðlega aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem notast við hjólastóla. „Það leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum,“ segir í tilkynningunni frá þjóðleikhússtjóra.Búnaður að mestu virkað vel Hún segir að Þjóðleikhúsið hafi á liðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn sé reglulega tekinn út. Fjórar mismundandi lyftur séu í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna inngang og lyfta við kassann á Lindargötu 7. „Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana.“ Tinna segir að leita þurfi allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu. Það sé ekki spurning og það sé sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins. „Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar.“ „Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðanÞað leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum.Þegar undirrituð tók við starfi þjóðleikhússtjóra fyrir rétt tæpum tíu árum, lá fyrir að leikhúsið þarfnaðist viðamikilla og gagngerra viðgerða og endurbóta, utan húss sem innan. En auk þess að bjarga húsinu frá frekara niðurbroti og rakaskemmdum, var algert forgangsmál að tryggja aðgengi fatlaðra.Stjórnvöld brugðust við ákallinu og fjármagn var sett í umfangsmiklar framkvæmdir utanhúss, auk þess sem viðhaldsmálum leikhússins til frambúðar og úrbótum innan húss, var komið til fagaðila, eða Fasteigna ríkissjóðs, sem er nú ábyrgðaraðili húseignarinnar.Bestu lausna var leitað til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að leiksýningum í Þjóðleikhúsinu. Þess ber þó að geta að í hönnun hússins er ekki tekið tilliti til aðgengis fatlaðra, ekki frekar en öðrum húsum frá sama tíma og lausnirnar því alltaf að einhverju marki málamiðlun út frá aðstæðum, eins og forsvarsmönnum leikhússins var kynnt að hálfu þeirra sérfræðinga sem sáu um að velja búnaðinn.Það er vissulega álitamál hvernig til hefur tekist en þeim búnaði sem sérfræðingar töldu bestan og tryggastan var komið upp á árunum 2007 til 2009, en það eru fjórar mismunandi lyftur í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna-inngang og lyfta við Kassann á Lindargötu 7.Þjóðleikhúsið hefur á umliðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn verið tekinn reglulega út, síðast núna í byrjun september, en þá var hann vottaður til árs eða til haustsins 2015. Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. Leita verður allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu, það er ekki spurning og það er svo sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar. Til að fylgja málinu frekar eftir lét, Þjóðleikhúsið gera óháða úttekt á aðgengi að húsnæði Þjóðleikhússins nú í vor, auk þess sem málið var tekið upp á fundi með fulltrúum mennta og menningarmálaráðuneytisins.Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu. Tengdar fréttir Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Á fundi þjóðleikhússtjóra, framkvæmdastjóra leikhússins og verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóða í gær var rætt um að úrbætur á aðgengi fatlaðra í Þjóðleikhúsinu yrðu settar í afgerandi forgang hjá fasteignum ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra.Edda Heiðrún Backmanbirti í gær opið bréf þar sem hún gagnrýndi harðlega aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem notast við hjólastóla. „Það leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum,“ segir í tilkynningunni frá þjóðleikhússtjóra.Búnaður að mestu virkað vel Hún segir að Þjóðleikhúsið hafi á liðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn sé reglulega tekinn út. Fjórar mismundandi lyftur séu í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna inngang og lyfta við kassann á Lindargötu 7. „Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana.“ Tinna segir að leita þurfi allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu. Það sé ekki spurning og það sé sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins. „Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar.“ „Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðanÞað leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum.Þegar undirrituð tók við starfi þjóðleikhússtjóra fyrir rétt tæpum tíu árum, lá fyrir að leikhúsið þarfnaðist viðamikilla og gagngerra viðgerða og endurbóta, utan húss sem innan. En auk þess að bjarga húsinu frá frekara niðurbroti og rakaskemmdum, var algert forgangsmál að tryggja aðgengi fatlaðra.Stjórnvöld brugðust við ákallinu og fjármagn var sett í umfangsmiklar framkvæmdir utanhúss, auk þess sem viðhaldsmálum leikhússins til frambúðar og úrbótum innan húss, var komið til fagaðila, eða Fasteigna ríkissjóðs, sem er nú ábyrgðaraðili húseignarinnar.Bestu lausna var leitað til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að leiksýningum í Þjóðleikhúsinu. Þess ber þó að geta að í hönnun hússins er ekki tekið tilliti til aðgengis fatlaðra, ekki frekar en öðrum húsum frá sama tíma og lausnirnar því alltaf að einhverju marki málamiðlun út frá aðstæðum, eins og forsvarsmönnum leikhússins var kynnt að hálfu þeirra sérfræðinga sem sáu um að velja búnaðinn.Það er vissulega álitamál hvernig til hefur tekist en þeim búnaði sem sérfræðingar töldu bestan og tryggastan var komið upp á árunum 2007 til 2009, en það eru fjórar mismunandi lyftur í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna-inngang og lyfta við Kassann á Lindargötu 7.Þjóðleikhúsið hefur á umliðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn verið tekinn reglulega út, síðast núna í byrjun september, en þá var hann vottaður til árs eða til haustsins 2015. Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. Leita verður allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu, það er ekki spurning og það er svo sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar. Til að fylgja málinu frekar eftir lét, Þjóðleikhúsið gera óháða úttekt á aðgengi að húsnæði Þjóðleikhússins nú í vor, auk þess sem málið var tekið upp á fundi með fulltrúum mennta og menningarmálaráðuneytisins.Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.
Tengdar fréttir Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01