Að staldra við Kári Finnsson skrifar 29. október 2014 09:02 Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Finnsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar