Arnór: Á betri stað nú en fyrir ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2014 13:30 Arnór Atlason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, nýtur sín þessa stundina með Saint-Raphaël í frönsku úrvalsdeildinni. Það var þó ekki alltaf svo. „Staðan á liðinu er betri nú en fyrir ári síðan. Það voru þjálfaraskipti í sumar og við fórum ágætlega í gegnum þau,“ útskýrir Arnór sem verður í eldlínunni í kvöld er Ísland mætir Ísrael í undankeppni EM 2016. Arnór er á sínu öðru ári í Frakklandi og eftir erfitt fyrsta ár líður honum vel nú. „Ég er með stærra hlutverk en ég var með í fyrra og ég var auðvitað ekki sáttur þá. En ég hef tekið meiri ábyrgð í ár og það hefur gengið vel. Ég er á betri stað nú en fyrir ári síðan,“ segir hann.Vísir„Við erum í fimmta sæti núna og teljum okkur vera með lið sem getur verið í hópi 4-5 efstu liðanna. Við erum því á pari núna og líður vel, þó svo að við viljum auðvitað meira.“ Franska úrvalsdeildin hefur verið að styrkjast með hverju árinu og Arnór segir að þó svo að liðin séu nokkuð frá þeim allra bestu í Þýskalandi séu öll liðin í Frakklandi sterk og enginn auðveldur andstæðingur í deildinni. „Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun að koma hingað og mun aldrei gera. Það var það eina rétta í stöðunni á þeim tímapunkti þegar ég þurfti að taka ákvörðun um mína framtíð. Okkur í fjölskyldunni líður þess fyrir utan mjög vel í Frakklandi.“Strákarnir niðurlútir eftir tapið gegn Bosníu í júní.VísirArnór var eins og aðrir landsliðsmenn svekktur eftir að Ísland tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 í sumar. Strákarnir vilja bæta fyrir það með því að komast á EM í Póllandi en sú vegferð hefst í Laugardalshöllinni í kvöld. „Það er eldmóður í okkur og það er gott að finna fyrir því. Við verðum að nýta það sem gerðist í sumar og gera eitthvað gott úr því - þetta var spark í rassinn. Það finn ég þegar ég ræði við leikmenn og þjálfara.“ „Það verður fyrst högg fyrir okkur ef við missum af öðru stórmóti. Við ætlum að gera allt sem við getum til að komast til Póllands en það verður alls ekki sjálfgefið að komast þangað.“ „Við erum í erfiðum riðli og þurfum að standa okkur vel. En við vitum að þessi vika er mikilvæg og ef við vinnum fyrstu tvo leikina erum við með þetta í okkar eigin höndum.“ Ísland mætir svo Svartfjallalandi ytra á sunnudaginn. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sjá meira
Arnór Atlason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, nýtur sín þessa stundina með Saint-Raphaël í frönsku úrvalsdeildinni. Það var þó ekki alltaf svo. „Staðan á liðinu er betri nú en fyrir ári síðan. Það voru þjálfaraskipti í sumar og við fórum ágætlega í gegnum þau,“ útskýrir Arnór sem verður í eldlínunni í kvöld er Ísland mætir Ísrael í undankeppni EM 2016. Arnór er á sínu öðru ári í Frakklandi og eftir erfitt fyrsta ár líður honum vel nú. „Ég er með stærra hlutverk en ég var með í fyrra og ég var auðvitað ekki sáttur þá. En ég hef tekið meiri ábyrgð í ár og það hefur gengið vel. Ég er á betri stað nú en fyrir ári síðan,“ segir hann.Vísir„Við erum í fimmta sæti núna og teljum okkur vera með lið sem getur verið í hópi 4-5 efstu liðanna. Við erum því á pari núna og líður vel, þó svo að við viljum auðvitað meira.“ Franska úrvalsdeildin hefur verið að styrkjast með hverju árinu og Arnór segir að þó svo að liðin séu nokkuð frá þeim allra bestu í Þýskalandi séu öll liðin í Frakklandi sterk og enginn auðveldur andstæðingur í deildinni. „Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun að koma hingað og mun aldrei gera. Það var það eina rétta í stöðunni á þeim tímapunkti þegar ég þurfti að taka ákvörðun um mína framtíð. Okkur í fjölskyldunni líður þess fyrir utan mjög vel í Frakklandi.“Strákarnir niðurlútir eftir tapið gegn Bosníu í júní.VísirArnór var eins og aðrir landsliðsmenn svekktur eftir að Ísland tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 í sumar. Strákarnir vilja bæta fyrir það með því að komast á EM í Póllandi en sú vegferð hefst í Laugardalshöllinni í kvöld. „Það er eldmóður í okkur og það er gott að finna fyrir því. Við verðum að nýta það sem gerðist í sumar og gera eitthvað gott úr því - þetta var spark í rassinn. Það finn ég þegar ég ræði við leikmenn og þjálfara.“ „Það verður fyrst högg fyrir okkur ef við missum af öðru stórmóti. Við ætlum að gera allt sem við getum til að komast til Póllands en það verður alls ekki sjálfgefið að komast þangað.“ „Við erum í erfiðum riðli og þurfum að standa okkur vel. En við vitum að þessi vika er mikilvæg og ef við vinnum fyrstu tvo leikina erum við með þetta í okkar eigin höndum.“ Ísland mætir svo Svartfjallalandi ytra á sunnudaginn.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15