Hvað höfum við lært? Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2014 08:00 Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaupauka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árangurstengdar greiðslur í formi kaupauka, kauprétta og arðs í mun meira mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttir í stórum skömmtum hafa viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa bankamanna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d almennt viðurkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að samantekið námu tekjur stóru bankanna þriggja vegna vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðlabankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæstlaunuðustu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustuaðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildarhagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins og það væri í raun mikið áhyggjuefni. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bankanna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaupauka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árangurstengdar greiðslur í formi kaupauka, kauprétta og arðs í mun meira mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttir í stórum skömmtum hafa viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa bankamanna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d almennt viðurkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að samantekið námu tekjur stóru bankanna þriggja vegna vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðlabankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæstlaunuðustu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustuaðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildarhagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins og það væri í raun mikið áhyggjuefni. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bankanna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun