Fleiri löggur – færri byssur Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 29. október 2014 07:00 Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi! Ég hef, sem betur fer, í starfi mínu sem lögreglukona aldrei verið í aðstæðum þar sem ég óttast um líf mitt. Þó hef ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og vímuðu fólki, unnið að rannsókn morðmála og alvarlegra ofbeldisglæpa og svo framvegis. Ég hef starfað faglega, treyst á hyggjuvitið, haft traust á „félögunum“ og vitað að í sérsveitinni eru vel þjálfaðir lögreglumenn, sem geta farið vopnaðir í aðstæður sem þess krefjast. Umræðan um aukinn vopnaburð lögreglumanna kom mér því í opna skjöldu. Auðvitað hefur þetta verið rætt á kaffistofum lögreglustöðvarinnar í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum en aldrei hefur umræðan verið á alvarlegum nótum og aldrei áður hef ég átt á hættu að taka líf!Röng umræða Að mínu mati er þetta röng umræða um öryggi lögreglumanna og þjóðarinnar. Rökstuðningurinn með vopnum hefur meðal annars verið sá að víða eru lögreglumenn fáir, jafnvel einir að störfum, og langt í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna hörku í undirheimunum, mikla vopnaeign Íslendinga og svo framvegis. Allt eru þetta rök, en ekki með aukinni vopnavæðingu heldur með eflingu á lögreglunni. Margar rannsóknir sýna nefnilega fram á það að öryggi eykst ekki með vopnaburði lögreglumanna heldur þvert á móti. Í stað þess að ræða um vopnavæðingu mætti ræða á alvarlegum nótum um fjölgun lögreglumanna en þeim hefur fækkað töluvert eftir hrun og eru langt undir þeim viðmiðum sem eðlilegt getur talist. Fámenn lögreglulið og jafnvel staðir þar sem aðeins einn lögreglumaður er að störfum segir sig sjálft að auki hvorki né tryggi öryggi almennings. Þá hafa atvik á undanförnum árum sýnt fram á það að lögreglan er of fámenn, t.d. þegar björgunarsveitamenn voru kallaðir út til að leita hættulegs strokufanga. Það segir sig sjálft að með því að fjölga lögreglumönnum eykst öryggistilfinning þeirra sjálfra. Samhliða þessu mætti fjölga sérsveitarmönnum (til dæmis með því að leyfa konum að ganga í sveitina) og staðsetja þá víðsvegar um landið. Með þeim hætti væri hægt að tryggja aðkomu vopnaðra lögreglumanna þegar aðstæður krefjast slíks.Barn síns tíma Þessu til viðbótar er mikilvægt að auka menntun og þjálfun lögreglumanna en það mundi jafnframt auka öryggiskennd þeirra. Flestir vita að lögregluskólinn er barn síns tíma en færri vita að endur- eða símenntun lögreglumanna er lítil. Herbragurinn á námi lögreglumannsins þarf að víkja fyrir húmanískri nálgun en betri samskiptahæfni og þekking í sáttarmiðlun gæti nýst vel og leitt að betri niðurstöðu en beiting vopna. Þá þurfa laun lögreglumanna að hækka til að tryggja að gott fólk haldist í lögreglunni og vilji ganga í lögregluna. Lögreglan sinnir mikilvægri samfélagslegri þjónustu og lögreglumenn víkja sér ekki undan því að starfa við alls kyns aðstæður á öllum tímum sólarhringsins og það ætti að skila sér í launaumslagið. Þegar vopnahugmyndir eru skoðaðar með þessum gagnrökum má sjá að málið snýst um það að lögreglan er of fáliðuð og of lítið þjálfuð. Því hrýs mér hugur ef stjórnvöld og yfirmenn lögreglu sjá það sem hagræðingu að vopnavæða lögregluna í stað þess að efla hana fjárhagslega, auka menntun og þjálfun og fjölga lögreglumönnum. Yfirmenn lögreglunnar geta ekki farið gegn straumnum og vopnað lögreglumenn þvert á skoðanir almennings. Stundum er talað um gjá á milli þings og þjóðar, nú skulum við passa að ekki verði til gjá á milli lögreglu og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi! Ég hef, sem betur fer, í starfi mínu sem lögreglukona aldrei verið í aðstæðum þar sem ég óttast um líf mitt. Þó hef ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og vímuðu fólki, unnið að rannsókn morðmála og alvarlegra ofbeldisglæpa og svo framvegis. Ég hef starfað faglega, treyst á hyggjuvitið, haft traust á „félögunum“ og vitað að í sérsveitinni eru vel þjálfaðir lögreglumenn, sem geta farið vopnaðir í aðstæður sem þess krefjast. Umræðan um aukinn vopnaburð lögreglumanna kom mér því í opna skjöldu. Auðvitað hefur þetta verið rætt á kaffistofum lögreglustöðvarinnar í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum en aldrei hefur umræðan verið á alvarlegum nótum og aldrei áður hef ég átt á hættu að taka líf!Röng umræða Að mínu mati er þetta röng umræða um öryggi lögreglumanna og þjóðarinnar. Rökstuðningurinn með vopnum hefur meðal annars verið sá að víða eru lögreglumenn fáir, jafnvel einir að störfum, og langt í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna hörku í undirheimunum, mikla vopnaeign Íslendinga og svo framvegis. Allt eru þetta rök, en ekki með aukinni vopnavæðingu heldur með eflingu á lögreglunni. Margar rannsóknir sýna nefnilega fram á það að öryggi eykst ekki með vopnaburði lögreglumanna heldur þvert á móti. Í stað þess að ræða um vopnavæðingu mætti ræða á alvarlegum nótum um fjölgun lögreglumanna en þeim hefur fækkað töluvert eftir hrun og eru langt undir þeim viðmiðum sem eðlilegt getur talist. Fámenn lögreglulið og jafnvel staðir þar sem aðeins einn lögreglumaður er að störfum segir sig sjálft að auki hvorki né tryggi öryggi almennings. Þá hafa atvik á undanförnum árum sýnt fram á það að lögreglan er of fámenn, t.d. þegar björgunarsveitamenn voru kallaðir út til að leita hættulegs strokufanga. Það segir sig sjálft að með því að fjölga lögreglumönnum eykst öryggistilfinning þeirra sjálfra. Samhliða þessu mætti fjölga sérsveitarmönnum (til dæmis með því að leyfa konum að ganga í sveitina) og staðsetja þá víðsvegar um landið. Með þeim hætti væri hægt að tryggja aðkomu vopnaðra lögreglumanna þegar aðstæður krefjast slíks.Barn síns tíma Þessu til viðbótar er mikilvægt að auka menntun og þjálfun lögreglumanna en það mundi jafnframt auka öryggiskennd þeirra. Flestir vita að lögregluskólinn er barn síns tíma en færri vita að endur- eða símenntun lögreglumanna er lítil. Herbragurinn á námi lögreglumannsins þarf að víkja fyrir húmanískri nálgun en betri samskiptahæfni og þekking í sáttarmiðlun gæti nýst vel og leitt að betri niðurstöðu en beiting vopna. Þá þurfa laun lögreglumanna að hækka til að tryggja að gott fólk haldist í lögreglunni og vilji ganga í lögregluna. Lögreglan sinnir mikilvægri samfélagslegri þjónustu og lögreglumenn víkja sér ekki undan því að starfa við alls kyns aðstæður á öllum tímum sólarhringsins og það ætti að skila sér í launaumslagið. Þegar vopnahugmyndir eru skoðaðar með þessum gagnrökum má sjá að málið snýst um það að lögreglan er of fáliðuð og of lítið þjálfuð. Því hrýs mér hugur ef stjórnvöld og yfirmenn lögreglu sjá það sem hagræðingu að vopnavæða lögregluna í stað þess að efla hana fjárhagslega, auka menntun og þjálfun og fjölga lögreglumönnum. Yfirmenn lögreglunnar geta ekki farið gegn straumnum og vopnað lögreglumenn þvert á skoðanir almennings. Stundum er talað um gjá á milli þings og þjóðar, nú skulum við passa að ekki verði til gjá á milli lögreglu og þjóðar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar