Mercedes S-Class Maybach á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 12:21 Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016. Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent
Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016.
Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent