Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:51 „Vantar þig aðstoð með barn? Sendu skilaboð. Ég get hjálpað hvar sem ér á Bretlandi,“ auglýsir Albon á Instargram, þar sem hann kallar sig „joe_donor_uk“ og birtir einnig fjölmiðlaumfjöllun um sjálfan sig. Instagram/Robert Charles Albon Dómari á Bretlandseyjum samþykkti beiðni mæðra barns um að dómur í máli þeirra yrði birtur og líffræðilegur faðir barnsins nafngreindur, til að vara aðrar konur við bæði manninum sjálfum og sæðisgjöfum utan regluverks almennt. Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldru barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn. Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Danmörk og tilheyrandi smurbrauð, „hygge“ og hjólastígar taki yfir Kaliforníu Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjá meira
Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldru barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn.
Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Danmörk og tilheyrandi smurbrauð, „hygge“ og hjólastígar taki yfir Kaliforníu Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjá meira