Ísland gæti verið í vitorði um stríðsglæpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 19:58 Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna.
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira